Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 68
sína fyrir þrjátíu gullpeninga, svo ættfólk hans gæti snúið aftur á slóðir
forfeðranna og niðjamir mættu vaxa úr grasi í hinu útvalda landi. Um
síðir komust þau til heimabæjar Ónís, Nazaret í Neðri Galfleu, sem var
uppblásið og eyðilegt þorp, þar sem íbúamir erjuðu jörðina við harðan
kost vegna vatnsleysis. í þessum litla bæ ólst Jóakim upp og lærði iðn
afa síns. Er hann varð fullvaxta eignaðist hann að konu dóttur kráar-
eigandans, en hún hét Hanna. Það var sama ár og Hyrcanus II var tekinn
af lífi. Áttu þau Jóakim og Hanna tvær dætur; önnur þeirra, Ester, dó ung,
en hin, Miriam, lifði. Jóakim heitbatt hana Jósef, trésmið einum þar í bæ,
en meðan hún var enn í festum varð hún þunguð. Jósef sór og sárt við
lagði að hann hefði ekki snert á henni og bæjarbúar voru helst á þeirri
skoðun að það bæri að grýta hana í samræmi við Móselög, enda steinar
ódýrasta aftökutækið þar um slóðir og grýting var skemmtun, sem jók
félagslega samtöðu bæjarbúa og tryggði þátttöku allra. Aumingja Miri-
am, viti sínu fjær af örvæntingu, gaf þá eiðfastan vitnisburð um að hún
hefði verið lostin guðlegu ljósi eða eldingu, og orðið þunguð af. Bæjar-
búar, sem flestir voru þeirrar skoðunar að hinn rétti faðir hefði verið
rómverskur hermaður, er átt hafði leið um þorpið með herflokki sínum,
vorkenndu vesalings stúlkunni, sem greip til slíkra örþrifaráða, og leyfðu
henni að lifa, að því tilskildu að hún fæddi ekki barnið innan bæjar-
markanna. Töldu flestir hana vitskerta og gekk hún undir nafninu „brjál-
aða Miriam“. Jósef, sem var góður maður, fylgdi henni út úr bænum og
til Betlehem, því hann var af ætt Davíðs. Þar giftu þau sig og þar ól hún
bamið. Þetta var sveinbarn og skírt Jósúa, sem merkir Guð er bjargræði
mitt, því í augum Miriam hafði guð bjargað henni. Jósef og Miriam áttu
ekki fleiri böm, þótt sumir hugmyndaríkir rithöfundar haldi slíku fram.
Jósúa dó bamlaus, þrjátíu og þriggja ára að aldri, krossfestur eins og
strokuþræll eða ótíndur glæpantaður. Þar með dó síðasti afkomandi
hershöfðingjans og draumur hans um ódauðleika gegnum niðja sína
einnig.
66
TMM 1991:3