Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Page 79
„Allur tími líður, hægt,“ svarar röddin aftur. Dóttir vitavarðarins reynir að dæla sjó upp úr líkinu með því að þrýsta á velktan brjóstkassann og segir: „Til að finna mammút í túndrunni þarf pólarskipti.“ „Þá þarf mammút,“ segir röddin. Sjófuglinn flýgur upp og alda fellur að með þunga. Vitavörðurinn hefur tygjað sig. Það er kaffilykt í vitanum og skákin er komin í bið. Fyrir vel skyggnt fólk má sjá að hann þefar af veðrinu um leið og hann kemur út undir bert loft. Hestur hans rauðblesóttur stendur bundinn við hestastein. Hann beisl- ar hestinn og leggur á hnakk. Síðan fer hann ríðandi á fjörunni í land. Dóttir hans veifar honum en hann veifar ekki aftur. Hún missir áhuga á líkinu og gengur áfram. Fleiri sjórekin lík liggja á víð og dreif. Á hverjum morgni fór dóttir vitavarðarins niður í fjöru til að vita hvort hún fyndi lífsmark með drukknuðum sjómönnum, sem rak á land á hverri nóttu. Marétin lík sjómannanna lágu með brostin augu, flækt í neti fiskanna. Hún fór um fjöruna sannfærð um eitthvert takmark. Þá dag einn rak hann á land. Vitavörðurinn glottir með sjálfum sér og tekur upp pípu sína. Svo er hann horfinn erinda sinna. Dóttir vitavarðarins hefur fundið lifandi mann. Þau horfast í augu forviða. Netið liggur allt í kring, með hrúðurkörlum, þöngulhausum, skeljum, bobbingum og fiskum sem höfðu kafnað. Hann er illa leikinn og flæktur. Dóttir vitavarðarins vaknar upp með andfælum í rúminu sínu. Vitaljósið blikkar í sömu andrá og herbergið lýsist upp einsog í þrumuveðri. Hún heyrir föður sinn tuldra upp úr svefninum: „Netið lá alltíkring með hrúðurkörlum, þöngulhausum, skeljum, kuðungum, bobb- ingum og fiskum sem höfðu kafnað. Hann var illa leikinn og . . . þegar hún vaknaði horfðust þau í augu.“ Maðurinn í netinu í fjörunni starir á stúlkuna og segir: „Hvað dreymdi þig?“ „Draumar eru kvikmyndir,“ svarar hún. „Kvikmyndir frelsa engan,“ segir hann. „Hvenær fáum við annan skilning á draumum?“ spyr hún. „Þú verður að leysa mig, þú hefur fundið mig.“ TMM 1991:3 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.