Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 84
náinn vinur Nowys, er lýsing á Kafka. Án þessarar vitneskju væri þessi sögupersóna einhver sú ómerkilegasta í samanlagðri sögu bókmenntanna. Garta er sagður vera „heilagur maður okkar tíma“, en þess er nánast ekkert getið í hverju heilagleiki hans felst, nema ef vera skyldi að stöku sinnum, þegar á móti blæs í ástarmáiunum, leitar Nowy-Brod ráða hjá vini sínum sem erekki til neins því hann, heilagan manninn, skort- ir gersamlega reynslu á því sviði. Hvílik dásemdarþverstæða: Hugmyndir manna um Kafka og örlög verka hans eru sprottin af þessari kjánalegu skáldsögu, af þessari leiðindaskruddu, af þessum upp- spuna í skrípalegu skáldsögulíki, sem stangast algerlega á við fagurfræðina í list Kafka. 2 Nokkarar tilvitnanir í skáldsöguna: Garta . . . var heilagur maður okkar tíma, sannheilagur maður. Yfirburðir hans fólust meðal annars í því hvað hann var sjálfstæð- ur, frjáls og guðdómlega skynsamur frammi fyrir goðsögnum hvers konar, enda þótt innst inni væri hann bundinn þeim sterkum böndum. . . . Hann þráði hinn algera hreinleika, annað komst ekki að í huga hans ... Orðin heilagur maður, guðdómlegur, goð- sagnir, hreinleiki, eru ekki notuð hér sem mælskubrögð, heldur á að taka þau bókstaf- lega: Hann var hvað hljóðastur allra þeirra spek- inga og spámanna sem hafa verið uppi... Ef til viil skorti hann sjálfstraustið eitt til að verða leiðtogi mannkynsins! Nei, hann var enginn leiðtogi, hann talaði hvorki til fólks- ins né til lærisveina sinna eins og aðrir andlegir leiðtogar mannanna. Hann var þögull; var það sökum þess að hann hafði komist nær því að leysa gátuna miklu? Hann setti markið eflaust hærra en Búdda hafði gert, því ef honum hefði tekist ætlun- arverk sitt hefði það staðiö að eilífu. Og enn: Allir upphafsmenn trúarbragða voru fullir sjálfstrausts; þó dró einn þeirra, hver veit nema hann sé einlægastur þeirra, Lao Tse, sig inn í skuggann af þeirri hreyfingu sem hann kom af stað. Eflaust hefur Garta farið eins að. Garta er kynntur til sögunnar sem maður sem fæst við ritstörf. Nowy hafði tekið að sér að framfylgja þeim ákvæðum í erfðaskrá Garta sem lutu að verkum hans. Garta hafði beðið hann um það, en með því einkennilega skilyrði að hann myndi eyðileggja allt . . . [Nowy] grunaði hvers vegna hann bað um þetta síðastnefnda. Garta var ekki að boða ný trúarbrögð, hann vildi lifa ísinni eigin trú. Hann gerði eina úrslitatilraun. Þar sem hon- um tókst það ekki, urðu verk hans (vesælar tröppur sem hann gat notað til að klifra til hæða) einskisverð íhans augum. En Nowy-Brod vildi ekki láta að vilja vinar síns vegna þess, að hans sögn, að „enda þótt verk Garta væru uppköst ein, færa þau mönnunum sem ráfa um í villu og svima, vonameista um hina æðri og alltumlykjandi gæsku sem þeir leita.“ Já, allt er eins og vera ber. 82 TMM 1991:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.