Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 87
skáldsögur hans eru lögð að jöfnu, þótt hið fyrrnefnda þyki greinilega mun betra. Ég gríp af tilviljun ritgerð Garaudys, sem þá var enn marxisti, um Kafka: Hann vitnar 54 sinnum í bréf Kafka, 45 sinnum í dagbækur Kafka; 35 sinnum í Samrœður eftir Jan- ouch; 20 sinnum í smásögurnar; 5 sinnum í Réttarhöldirr, 4 sinnum í Kastalann; ekki svo mikið sem einu sinni í Ameríku. 4) A sama hátt og Brod láta kafkafræð- ingarnir einsog nútímalistin sé ekki til; rétt eins og Kafka hafi ekki verið af kynslóð frumkvöðlanna miklu, þeirra Stravinskís, Webems, Bartoks, Appollinaires, Musils, Joyce, Picassos, Braques, sem eins og hann eru allir fæddir á árunum 1880 til 1883. Þegar sú hugmynd var sett fram á sjötta áratugnum að hugsanlegur skyldleiki væri milli hans og Becketts, brást Brod strax ókvæða við: Heilagur Garta á ekkert skylt við úrkynjun sem þessa! 5) Kafkafræðin er ekki bókmenntagagn- rýni (hún leitast ekki við að vega og meta gildi verksins: athuga hvaða áður óþekktar hliðar tilverunnar verkið afhjúpar, hvaða fagurfræðilegar nýjungar þ'ess hafa haft áhrif á þróun listarinnar, og svo framvegis, kafkafræðin er biblíuskýring. Sem slík sér hún ekkert annað en myndhverfingar í skáldsögum Kafka. Þær tengjast trúnni (Brod: Kastalinn = miskunn Guðs; mæl- ingamaðurinn = hinn nýi Parsifal sem leitar hins guðlega, og svo framvegis, og svo framvegis). Þær tengjast trúleysinu, sál- greiningunni. tilvistarstefnunni, marxism- anum (mælingamaðurinn = tákn byltingar- innar, vegna þess að hann ætlar að skipta landinu upp á nýtt), félagsfræðinni, stjóm- málunum (Réttarlwldin eftir Orson Well- es). í skáldsögum Kafka leita menn ekki að raunverulegum heimi sem gríðarlegt ímyndunarafl hefur breytt; menn túlka trú- arleg skilaboð, reyna að ráða í heimspeki- legar og siðferðilegar kennisetningar. 5 „Garta var heilagur maður okkar tíma, sannheilagur maður“. En getur heilagur maður farið á hóruhús? Brod strikaði ekki einungis út þá kafla dagbókarinnar þar sem hómr em nefndar á nafn heldur líka alla þá kafla þar sem minnst er á kynlíf. Kafka- fræðin hefur alla tíð verið nokkuð efins um karlmennsku höfundarins og hefur látið að því liggja að hann hafi tekið út miklar þján- ingar sökum getuleysis. Þannig hefur Kafka fyrir löngu verið gerður að vemdar- dýrlingi þeirra sem þjást af taugaveiklun, þunglyndi, lystarstoli, hinna veiklulegu (þrátt fyrir að Brod hafi sjálfur talið hann andstæðu úrkynjunarinnar, og lofað hann fyrir frækileg íþróttaafrek!), gerður að verndardýrlingi furðufugla, fáránlegra og móðursýkislegra stássmeyja (í kvikmynd Orson Welles öskrar K. móðursýkislega, en skáldsögur Kafka eru lausari við móður- sýki en nokkur skáldsaga í samanlagðri bókmenntasögunni). Ævisöguritaramir vita ekkert um kynlíf eiginkvenna sinna, en þykjast þekkja kynlíf Stendhals eða Faulkners út í ystu æsar. Ég ætla mér ekki þá dul að segja meira um kynlíf Kafkaen þetta: kynlífið (síðuren svo sjálfgefið) á þeim tíma þegar hann var uppi var ærið ólíkt því sem nú tíðkast. Ungar stúlkur þessa tíma höfðu ekki samfarir áður en þær giftu sig; því átti einhleypur maður tveggja kosta völ, annað hvort efnaðar gift- ar konur eða léttlyndar konur af lægri stétt- TMM 1991:3 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.