Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Side 90
feita ljótleika er að hann er aðlaðandi; sjúk-
lega aðlaðandi, fáránlega aðlaðandi, en að-
laðandi engu að síður. Brunelda er skrímsli
kynlífsins á mörkum hins viðbjóðslega og
hins æsandi, og aðdáunaróp karlmannanna
eru í senn hlægileg (vitaskuld eru þau
hlægileg, kynlífið er hlægilegt!) og
dagsönn. Auðvitað gat Brod, rómantískur
aðdáandi kvenna sem ekki leit á samfarir
sem raunveruleika heldur „tákn tilfinning-
ar“, ekki séð neitt satt við Bruneldu, ekki
vott af raunverulegri reynslu, heldur aðeins
lýsingu á „hinum hryllilegu refsingum sem
bíða þeirra sem rata ekki rétta veginn“.
7
Fallegustu erótísku lýsingamar sem Kafka
skrifaði er að finna í þriðja kafla Kastalans:
ástarleikur K. og Friedu. Varla er klukku-
stund liðin frá því hann sér fyrst þessa „litlu
ljóshærðu konu sem ekki var neitt neitt“,
þar til hann liggur í faðmi hennar bak við
barborðið „í pollum af bjór og öðrum skít
sem þakti gólfið allt“. Skíturinn: óaðskilj-
anlegur hluti kynlífsins, kjarni þess.
En strax á eftir, fyrir næstu greinarskil,
leyfir hann okkur að heyra ljóðlist kynlífs-
ins:
Þannig liðu stundirnar áfram hver af ann-
arri, stundir þar sem þau önduðu í takt,
hjörtu þeirra slógu í takt, stundir sem K.
hætti að finna til þess að hann hefði villst
af leið, nema ef vera skyldi að hann væri
kominn lengra inn í hinn framandi heim en
nokkur vera hafði komist á undan honum,
inn í framandi heim þar sem jafnvel loftið
var gerólíkt því lofti sem hann hafði andað
að sér frá fæðingu. þar sem hann átti á hættu
að kafna úr framandleika og gat ekkert
annað gert, mitt innan um allar fáránlegu
tálsnörurnar, en að halda áfram, halda
áfram að villast af leið.
Þau eru svo lengi að elskast að ástarleikur-
inn verður myndhverftng gönguferðar und-
ir framandi himni. Þó er þetta ekki
gönguferð ljótleikans; þvert á móti heill-
umst við af henni. Hún býður okkur að
ganga enn lengra, hún hefur ölvandi áhrif á
okkur: Hún er fegurð.
Og enn síðar segir:
. . . hann var í of mikilli sæluvímu þegar
hann hélt Friedu í faðmi sér, angistarfullri
sæluvímu því honum fannst Frieda vera að
yfirgefa hann, allt sem hann átti myndi
hverfa á brott með henni...
Þetta er þó ást, ekki satt? Nei, ekki er það
ást; sá sem enginn virðir viðlits og hvergi á
höfði sínu að að halla, getur litið svo á að
nánast ókunnug kvenmannspísl sem hann
kyssir í bjórpollum sé heill heimur útaf fyrir
sig — án þess að ástin komi þar nokkuð
nærri.
8
André Breton lætur þung orð falla um list
skáldsögunnar í Súrrealistaávarpinu. Hann
segir skáldsöguna svo fulla af lágkúru.
sjálfsögðum hlutum, öllu því sem andstætt
er ljóðlistinni, að henni sé ekki við bjarg-
andi. Hann hæðist að öllum lýsingum á
umhverfi og sálarástandi persónanna og
leiðist það herfilega. Strax í kjölfar gagn-
rýninnar á skáldsöguna hefur hann upp
mikla lofgjörð um drauma. Þvínæst dregur
88
TMM 1991:3