Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Qupperneq 91
hann saman mál sitt: „Ég hef trú á því að í
framtíðinni leysist þessi tilvistarstig sem
virðast svo andstæð, draumur og veruleiki,
upp og renni saman í eitthvað sem kalla
mætti algeran veruleika, ofurveruleika, ef
svo má að orði komast.“
Enn ein þverstæðan: Þessi „upplausn
draums og veruleika" sem súrrealistarnir
lýstu yfir án þess þó að ná að gera úr henni
stórbrotið bókmenntaverk, hafði þegar átt
sér stað innan þeirrar bókmenntagreinar
sem þeir úthrópuðu svo mjög; í skáldsögum
Kafka sem skrifaðar voru á næstliðnum
áratug þar á undan.
Það er ákaflega erfitt að lýsa, skilgreina,
orða þá tegund ímyndunarafls sem Kafka
beitir til að heilla okkur. Samruni draums
og veruleika, skilgreining sem Kafka
þekkti að sjálfsögðu ekki, held ég að varpi
nokkru ljósi á þetta. Sama er að segja um
aðra setningu sem súrrealistamir héldu
mjög upp á, setningu Lautréamonts um feg-
urð þess þegar fundum regnhlífar og
saumavélar ber óvænt saman: Því ólíkari
sem hlutimir em, því magnaðri verður birt-
an sem stafar frá þeim þegar þeim slær
saman. Ég myndi kalla þetta skáldskap hins
óvænta; eða fegurð sem stöðuga furðu. Eða
þá að nota hugtakið þéttleika sem mæli-
kvarða á gæði verka; þéttleika ímyndun-
araflsins, þéttleika óvæntra samfunda.
Kaflinn sem ég vitnaði í, þar sem K. og
Frieda eru að elskast, er dæmi um geysileg-
an þéttleika af þessu tagi. Þessi örstutti
kafli, tæplega ein blaðsíða, spannar þrjár
ólíkar uppgötvanir um tilveruna (tilvistar-
þríhyrning kynlífsins) sem valda okkur
furðu því það er svo örstutt á milli þeirra:
skíturinn; kolsvört og ölvandi fegurð hins
framandlega; og hinn hrífandi og angistar-
fulli söknuður.
Allur þriðji kaflinn er hvirfilbylur hins
óvænta. Á tiltölulega stuttum tíma gerist
þetta: K. og Frieda hittast fyrst í gistihúsinu;
enda þótt þau séu að stíga í vænginn hvort
við annað er samtal þeirra ofur hversdags-
legt sökum þess að þriðja persónan er nær-
stödd; rninnið um gatið á hurðinni (ofur
venjulegt minni sem hér er hafið upp fyrir
það að þurfa að vera sannverðugt) sem K.
kíkir í gegnum og sér Klamm sofandi inni
á skrifstofunni sinni; hópur þjónustufólks
sem dansar við Olgu; óvænt grimmdin í
Friedu sem rekur fólkið út með svipu og
furðuleg hræðslan sem grípur það og verð-
ur til þess að það hlýðir henni; eigandi
gistihússins sem kemur og K. leggst í felur
bak við barborðið; Frieda kemur, tekureftir
K. liggjandi á gólfinu bak við barborðið, en
þykist ekki vita um hann þegar eigandinn
spyr hana að því (og um leið nuddar hún
tánum ástúðlega upp við bringuna á K.);
ástarleikurinn sem rofinn er þegar Klamm
vaknar bak við hurðina og kallar til þeirra;
ótrúlegt hugrekki Friedu þegar hún kallar
til Klamm: „Ég er með mælingarmannin-
um!“; og loks, til að kóróna allt saman (og
nú erum við komin langt út fyrir það sem
kalla má sannverðugt): Fyrir ofan þau, uppi
á barborðinu, sitja aðstoðarmennimir tveir;
þeir hafa þá fylgst með þeim allan tímann.
9
Aðstoðannennimir tveir í Kastalanum eru
lfkast til merkasti skáldskaparfundur
Kafka, gersemin í skáldskaparheimi hans.
Það er ekki nóg með að það sé óendanlega
kostulegt að þeir skuli vera þama heldureru
þeir hlaðnir merkingu: Þeir eru aumir fant-
TMM 1991:3
89