Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 45
LYGIN UM SANNLEIKANN OG SANNLEIKURINN UM LYGINA
Eftir á auðkennir Nietzsche þennan kafla heimspeki sinnar sem hinn
„neikvæða hluta“ hennar. Greining og gagnrýni heimspekingsins leiðir hann
í blindgötu. Það getur hellst yfir hann bölsýni þegar hann gerir sér grein fýrir
því að í raun geti hann aldrei öðlast altæka þekkingu. Um leið rennur upp
fýrir heimspekingnum að hann lifi ómeðvitað í þeirri tálvon að hann geti
komist að hinu sanna um viðfangsefni sitt. Þar sem hann streitist við að láta
ekki blekkjast viðheldur hann enn hinni fornu trú platónsku heimspekinnar,
eins og Nietzsche túlkar hana, á sannleikann. Sannleiksviljinn rekur hinn
vitsmunalega, æruverða heimspeking áfram. Nietzsche kemst að raun um að
„einnig við vitsmunamenn dagsins í dag, við hinir guðlausu og and-frum-
spekilegu hugsuðir, tökum eld okkar af því báli sem árþúsunda gömul trú
kveikti, sú kristna trú, sem var líka trú Platons, að guð sé sannleikurinn, að
sannleikurinn sé guðdómlegur.1'14
Þessi uppgötvun leiðir til þess að Nietzche tekur sér fýrir hendur á næsta
þrepi viðureignar sinnar við sannleikann að huga betur að sannleiksvilj-
anum sjálfum. Hvers vegna vilja heimspekingar eins og hann sem streitast
við að losa sig úr viðjum frumspekinnar þrátt fýrir allt komast að sannleik-
anum? Hvað vakir í raun fyrir þeim?
Það er ekki aðeins siðfræðin sem býr að baki trúnni á sannleikann sem fer
fýrir brjóstið á Nietzsche. Hann ásakar sjálfan sig fýrir að hafa látið gagnrýna
hugsun sína nema staðar við sannleikshugsjón heimspekinganna. Um leið
gerir hann sér samt grein fyrir að það er einmitt siðvitund sannleikstrúar-
innar sem vekur hann til þess að spyrjast fýrir um forsendur eigin sannleiks-
hugsjónar. Hinn platónski og kristilegi sannleiksvilji nær hástigi þegar hann
fer að kanna sjálfan sig. Hástig sannleiksviljans reynist um leið vera lokastig
hans. Sannleiksviljinn gerir út af við sjálfan sig er hann kemst að raun um
að sannleikurinn byggir á jafn ‘fölskum’ forsendum og allt annað í lífinu. Það
er ekki fyrr en Nietzsche hefur fullþróað kenningu sína um viljann til valds
sem honum tekst að finna að því er honum finnst tæmandi skilgreiningu á
sannleiksviljanum.
2. Sannleiksviljinn
Sannleiksviljinn er eins og allur annar vilji, vilji til valds. Allt sem lifir reynir
að halda sér við samkvæmt viljakenningu Nietzsches. Sjálfsviðhald eitt og
sér leiðir til stöðnunar og hnignunar. Því segir Nietzsche ásókn í vöxt og völd
vera einu leiðina til sjálfsviðhalds. Spekingarnir sem Nietzsche lýsir í Svo
mælti Zaraþústra reyna með visku sinni og þekkingu að móta sýn okkar á
veröldina effir sínu höfði.15 Vísdómurinn er þeirra tæki til að öðlast vald,
TMM 1997:3
43