Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 45
LYGIN UM SANNLEIKANN OG SANNLEIKURINN UM LYGINA Eftir á auðkennir Nietzsche þennan kafla heimspeki sinnar sem hinn „neikvæða hluta“ hennar. Greining og gagnrýni heimspekingsins leiðir hann í blindgötu. Það getur hellst yfir hann bölsýni þegar hann gerir sér grein fýrir því að í raun geti hann aldrei öðlast altæka þekkingu. Um leið rennur upp fýrir heimspekingnum að hann lifi ómeðvitað í þeirri tálvon að hann geti komist að hinu sanna um viðfangsefni sitt. Þar sem hann streitist við að láta ekki blekkjast viðheldur hann enn hinni fornu trú platónsku heimspekinnar, eins og Nietzsche túlkar hana, á sannleikann. Sannleiksviljinn rekur hinn vitsmunalega, æruverða heimspeking áfram. Nietzsche kemst að raun um að „einnig við vitsmunamenn dagsins í dag, við hinir guðlausu og and-frum- spekilegu hugsuðir, tökum eld okkar af því báli sem árþúsunda gömul trú kveikti, sú kristna trú, sem var líka trú Platons, að guð sé sannleikurinn, að sannleikurinn sé guðdómlegur.1'14 Þessi uppgötvun leiðir til þess að Nietzche tekur sér fýrir hendur á næsta þrepi viðureignar sinnar við sannleikann að huga betur að sannleiksvilj- anum sjálfum. Hvers vegna vilja heimspekingar eins og hann sem streitast við að losa sig úr viðjum frumspekinnar þrátt fýrir allt komast að sannleik- anum? Hvað vakir í raun fyrir þeim? Það er ekki aðeins siðfræðin sem býr að baki trúnni á sannleikann sem fer fýrir brjóstið á Nietzsche. Hann ásakar sjálfan sig fýrir að hafa látið gagnrýna hugsun sína nema staðar við sannleikshugsjón heimspekinganna. Um leið gerir hann sér samt grein fyrir að það er einmitt siðvitund sannleikstrúar- innar sem vekur hann til þess að spyrjast fýrir um forsendur eigin sannleiks- hugsjónar. Hinn platónski og kristilegi sannleiksvilji nær hástigi þegar hann fer að kanna sjálfan sig. Hástig sannleiksviljans reynist um leið vera lokastig hans. Sannleiksviljinn gerir út af við sjálfan sig er hann kemst að raun um að sannleikurinn byggir á jafn ‘fölskum’ forsendum og allt annað í lífinu. Það er ekki fyrr en Nietzsche hefur fullþróað kenningu sína um viljann til valds sem honum tekst að finna að því er honum finnst tæmandi skilgreiningu á sannleiksviljanum. 2. Sannleiksviljinn Sannleiksviljinn er eins og allur annar vilji, vilji til valds. Allt sem lifir reynir að halda sér við samkvæmt viljakenningu Nietzsches. Sjálfsviðhald eitt og sér leiðir til stöðnunar og hnignunar. Því segir Nietzsche ásókn í vöxt og völd vera einu leiðina til sjálfsviðhalds. Spekingarnir sem Nietzsche lýsir í Svo mælti Zaraþústra reyna með visku sinni og þekkingu að móta sýn okkar á veröldina effir sínu höfði.15 Vísdómurinn er þeirra tæki til að öðlast vald, TMM 1997:3 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.