Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 49
LYGIN UM SANNLEIKANN OG SANNLEIKURINN UM LYGINA framrás og endalok mannkynssögunnar fela í sér. Nietzsche telur að hin óbærilegi sannleikur endurkomukenningarinnar muni verða mælikvarði á andlegan styrk heimspekinga ífamtíðarinnar: „Hversu mikinn sannleika þolir mannsandinn, hversu mikinn sannleika þorir hann?“ 23 Nietzsche telur að þessi sannleikur verði prófsteinn á getu heimspekinganna til að ljá lífinu merkingu og tilgang á tímum er menn hafa glatað trú á æðri tilgang lífsins. En hvers eðlis er sannleikur endurkomukenningarinnar? Nietzsche reyndi að finna kenningunni náttúruvísindalegan grundvöll sem sýndi írarn á að kenningin væri í samræmi við heimsmynd náttúruvísinda 19. aldar. Með vísun til lögmála lífeðlisfræði og aflfræði, sem kveða t.d. á um að kraftur sé ekki ótakmarkaður, reyndi hann að færa sönnur á að hringrás viljaferla endurtæki sig, eins og endurkomukenningin gerir ráð fyrir. Þrátt fyrir þessar tilraunir til að sanna meginkenningu sína var hann sér meðvitaður um afstæði hennar. Nietzsche fannst hann komast næst sannleikanum með meginkenningum sínum, en hann auðkenndi þær engu að síður sem sinn eigin sannleika. Jafnvel þótt Nietzsche telji endurkomu- og viljakenninguna ekki algildan sannleika, álítur hann að trú á sannleika hennar sé skilyrðislaus forsenda fyrir hugsun heimspekinga framtíðarinnar. Ef þessir heimspekingar eiga að segja sig úr lögum við frumspekilega sannleiks- og skynsemishyggju, sem hefur að mati Nietzsches sjálf grafið sér gröf með því að spyrjast fyrir um forsendur sannleiksviljans, verða þeir að gera endurkomukenninguna að sínum eigin sannleika. Nietzsche lætur Zaraþústra glíma upp á líf og dauða við kenninguna sem væri hún lífssannleikurinn sjálfur. Hinn skelfilegi sannleikur eilíffar hringrásar án markmiðs eða æðra tilgangs er nokkurs konar tilvistarlegt skylduboð. Ef Zaraþústra ætlar sér að vinna bug á tóm- hyggjunni verður hann að trúa á sannleika kenningarinnar. Að dómi Nietzsches gerir endurkomukennningin manninn færan um að taka ábyrgð á sjálfum sér og heimi sínum. Sannleikur kenninga Nietzsches getur því einungis verið skilinn sem áskorun, en ekki sem (al)gildur sannleikur. Sannleikur endurkomukenningarinnar er heimspekingnum nauðsynleg tálsýn. Hann blekkir sjálfan sig með henni í góðri trú. Hún er samt ekki blekking sem róar eða deyfir manninn. Öðru nær. Heimssýn endurkomu- kenningarinnar er vægðarlaus viðurkenning tilgangsleysisins. Einmitt mis- kunnarlaus afneitun á æðri tilgangi er að mati Nietzsches forsenda fyrir því að heimspekingar geti ljáð lífinu merkingu. Það yrði of langt mál að leggja gagnrýnið mat á skoðun Nietzsches um að endurkomukenningin sé prófsteinn á hæfni heimspekingsins til að kljást við tilvistarkreppu nútímamannsins. Spurninguna um tilvistarleg áhrif hennar er best að eftirláta hverjum og einum að gera upp við sjálfan sig. Óháð TMM 1997:3 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.