Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 55
GRÍMUR MANNS OG HEIMS
þýða manninn aftur yfir í náttúruna, ná valdi yfir ótölulegum hégóm-
legum og öfgakenndum túlkunum og aukamerkingum sem búið er
að krota og mála yfir hinn eilífa ffumtexta homo natura... HGI, 230.
I tungumálinu afhjúpast heimurinn og manneskjan en vegna þessara tál-
mynda eru þau líka falin eða grímuklædd. Vitnisburður skynfæranna er
afbakaður af skynseminni en jafnffamt er skynsemin nauðsynleg til að
verðandin geti takið á sig mynd og birst á ‘merkingarbæran’ hátt. Þetta er hin
sérstaka leið manneskjunnar til sjálfsvarðveislu. Stundum talar Nietzsche
um þetta sem „viljann til sannleika" en líka sem það „afl lífsins sem vill
blekkingu“ og hann sér það sem tjáningarmynd viljans til valds: „að þröngva
eiginleikum verunnar upp á verðandina - það er æðsti viljinn til valds“ (KSA
12, 7[54]).
Sannleiksvilji mannsins byggist á vissri sannfæringu; hann er trú á óhagg-
anlegan og merkingarríkan veruleika. Nietzsche sér þessa trú sem tegund
villu sem maðurinn getur ekki lifað án:
mennimir gætu ekki þrifist án rökrænna ímyndana, án þess að meta
veruleikann í ljósi hreins uppspuna á borð við veröld hins óskilyrta,
hins sjálfú sér samkvæma, án þess að nota tölurnar stöðugt til að
rangtúlka heiminn. Við höldum því einnig ffam að vísuðu menn
röngum dómum á bug væru þeir jafnff amt að hafha og afneita lífinu
sjálfú. Að viðurkenna ósannindi sem skilyrði lífsins sjálfs ... HGI 4.
Þannig getum við séð að ffá bæjardyrum Nietzsches er forsenda hins ein-
stæða mannlega lífs sjálf blekking eða villa af einhverju tagi: Sú blekking að
það sé til eitthvað fast og „röklega niðurneglt“. Og þessi ‘blekking’ er forsenda
þeirrar staðreyndar að veruleikinn birtist yfirhöfuð. 1 þessu felst hin mikla
margræðni tilverunnar, margræðni grímunnar: Fyrirbærin taka óhjá-
kvæmilega á sig mynd til að geta birzt og þessi mynd dylur þeirra innsta eðli,
síkvika verðandina. Gríman er nauðsynleg til að setja hlutina ffam. En með
því að sýna leynir hún og blekkir um leið.
í þessu ljósi verðum við að skilja þá staðhæfmgu Nietzsches að „öll
heimspeki felur líka heimspeki. Allar skoðanir eru líka felustaðir, hvert orð
er líka gríma“ (HGI, 289). í þessum fullyrðingum er fólgin sú meginhug-
mynd að öll skynjun, hugsun og þekking sé bundin vissum sjónarhornum.
Eins og við höfum séð eru það þarfir okkar sem túlka heiminn og hver dómur
og sérhver mannleg viðleitni er því tengd hagsmunum og lituð af gildum.
Grunnfordómar af þessu tagi, hvort sem þeir eru lífeðlisffæðilegir, sögulegir
eða félagslegir að uppruna, eru nauðsynlegir til að gefa mannlegri viðleitni
„stefhu, merkingu, mörk og tilverurétt" (GM, III, 24). Hér verður á vegi
okkar sama margræðni og áður. Þrátt fyrir að sérhvert mannlegt sjónarhorn
TMM 1997:3
53