Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Side 81
Gyrðir Elíasson Jóhann Magnús Bjarnason I „Kyrlátur raddblær í frásögn, einsog þægilegur niður, ásamt yfirlæt- isleysi og yndisþokka sögumanns kemur upp í hug mér þegar mig varir síst. Með sjálfum mér tel ég hann einlægt meðal bestu sagna- skálda á íslensku þó fólk eigi til að reka upp stór augu við þeirri fullyrðíngu og svari með þögn án bergmáls. Margir hafa ekki heyrt hann nefndan. Þessi höfundur er Jóhann Magnús Bjarnason. Halldór Laxness, / túninu heima Það kann að vera að Jóhann Magnús Bjarnason hafi talist til „þægilegra áhrifavalda" í lífi Halldórs Laxness, og þessvegna sé hann örlátari á hlý orð í hans garð en gagnvart þeim sem sannanlega mótuðu höfundarferil hans; má þar nefna Hamsun og Strindberg efsta, sem hann var tregur til að afhenda skuldaviðurkenningu. Samt sem áður, þegar grannt er skoðað, er tæplega ofsagt að Jóhann Magnús hafi í raun og sannleika haft áhrif á þennan skáldjöfur okkar, jafnvel lengur en hann sjálfan grunar — eft ilvill alla leið að meistaraverkum hans í ævisöguritun: í túninu heima, og bókunum þremur sem henni fylgdu. Jafnframt Einari Kvaran, Gesti Pálssyni og Jóni Trausta var Jóhann Magnús áhrifamikill og vinsæll höfundur á sinni tíð, og færa mætti gild rök að því að Halldór Laxness sé ekki eina stórskáld okkar sem hafi orðið fyrir áhrifum frá sagnagerð hans; sá „hugblær“ sem Halldór talar um í Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar á sér víða einkennilegar hliðstæður í höfúðverki Jóhanns; Eiríki Hanssyni, og þar finnast málsgreinar sem standa undarlega nærri málsgreinum í verki Gunnars; á stöku stað vantar ekki mikið á að finna megi orðrétta samsvörun. Nú eru að vísu þær bækur sem hér hafa verið nefhdar, sjálfsævisögulegar skáldsögur: minningabækur Hall- dórs einnig, þó þar stefni blekkingin í aðra átt. Kannski er íslensk „hefð“ á bak við öll þessi rit, sem skýrir hliðstæður. Jóhann Magnús Bjarnason er á ýmsan hátt frábrugðinn áðurnefndum höfundum samtíðar sinnar á íslandi: þeim Einari, Gesti og Guðmundi Magnússyni. Hann flyst ungur vestur um haf, innan við tíu ára aldur, og TMM 1997:3 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.