Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 81
Gyrðir Elíasson
Jóhann Magnús Bjarnason
I
„Kyrlátur raddblær í frásögn, einsog þægilegur niður, ásamt yfirlæt-
isleysi og yndisþokka sögumanns kemur upp í hug mér þegar mig
varir síst. Með sjálfum mér tel ég hann einlægt meðal bestu sagna-
skálda á íslensku þó fólk eigi til að reka upp stór augu við þeirri
fullyrðíngu og svari með þögn án bergmáls. Margir hafa ekki heyrt
hann nefndan. Þessi höfundur er Jóhann Magnús Bjarnason.
Halldór Laxness, / túninu heima
Það kann að vera að Jóhann Magnús Bjarnason hafi talist til „þægilegra
áhrifavalda" í lífi Halldórs Laxness, og þessvegna sé hann örlátari á hlý orð
í hans garð en gagnvart þeim sem sannanlega mótuðu höfundarferil hans;
má þar nefna Hamsun og Strindberg efsta, sem hann var tregur til að afhenda
skuldaviðurkenningu. Samt sem áður, þegar grannt er skoðað, er tæplega
ofsagt að Jóhann Magnús hafi í raun og sannleika haft áhrif á þennan
skáldjöfur okkar, jafnvel lengur en hann sjálfan grunar — eft ilvill alla leið að
meistaraverkum hans í ævisöguritun: í túninu heima, og bókunum þremur
sem henni fylgdu. Jafnframt Einari Kvaran, Gesti Pálssyni og Jóni Trausta var
Jóhann Magnús áhrifamikill og vinsæll höfundur á sinni tíð, og færa mætti
gild rök að því að Halldór Laxness sé ekki eina stórskáld okkar sem hafi orðið
fyrir áhrifum frá sagnagerð hans; sá „hugblær“ sem Halldór talar um í
Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar á sér víða einkennilegar hliðstæður í
höfúðverki Jóhanns; Eiríki Hanssyni, og þar finnast málsgreinar sem standa
undarlega nærri málsgreinum í verki Gunnars; á stöku stað vantar ekki
mikið á að finna megi orðrétta samsvörun. Nú eru að vísu þær bækur sem
hér hafa verið nefhdar, sjálfsævisögulegar skáldsögur: minningabækur Hall-
dórs einnig, þó þar stefni blekkingin í aðra átt. Kannski er íslensk „hefð“ á
bak við öll þessi rit, sem skýrir hliðstæður.
Jóhann Magnús Bjarnason er á ýmsan hátt frábrugðinn áðurnefndum
höfundum samtíðar sinnar á íslandi: þeim Einari, Gesti og Guðmundi
Magnússyni. Hann flyst ungur vestur um haf, innan við tíu ára aldur, og
TMM 1997:3
79