Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 89
JÓHANN MAGNÚS BJARNASON hanns Magnúsar, því þarna vendir hann sínu „kvæði“ í kross, víkur frá raunsæi Eiríks Hanssonar yfir í heim furðusögunnar, að minnsta kosti á yfirborðinu, en undir er að vísu vakandi hið sama sterka auga sem gerir allt það sem horft er á sannferðugt. Lesandi trúir sögunni meðan hún varir, og það er auðvitað frumskilyrði í öllum skáldskap, en skilyrði sem erfiðara er að uppfylla en margir gætu haldið. Það er áreiðanlega hollt að lesa góðar ævintýrasögur, og endurupplifa þannig að nokkru sýn bernsku sinnar, og sennilega er það merki um andlega hnignun að vaxa upp úr lestri slíkra sagna, því maður verður að trúa einhverju til að lifa. Alger afhjúpun „blekkinga" getur verið varhugaverð. Seinna meir fannst Jóhanni Magnúsi sjálfum hann hafa seilst fulllangt í ævintýrahyggjunni í þessari bók, en upp frá þessu eru sögur hans sérkenni- legt sambland af fullkomnu raunsæi og dularblandinni furðu. Þriðja skáldsaga hans birtist sem neðanmálssaga í tímaritinu Syrpu í Winnipeg á árunum 1914-1922, og hafa sennilega einhverjir verið orðnir óþolinmóðir að sjá fyrir endann á sögunni eftir átta ára framvindu, því hún er spennandi í besta máta þó fiækt sé og samvafin alls kyns útúrdúrum. Stundum leiða sögur Jóhanns Magnúsar hugann að franska skáldinu Eugéne Sue, sem skrifaði Leyndardóma Parísarborgar. Jafn blátt áfram maður og Jóhann Magnús var sagður vera, er merkilegt hversu sögur hans eru hlaðnar af leyndardómum og leyndarmálum, iðulega býsna skuggalegum, að minnsta kosti þangað til upp er ljóstrað, en þá kemur oftar en ekki á daginn að leyndarmálið er hjóm eitt og reykur. Hæfni Jóhanns til að leysa úr flækjum í leynilögreglusagnastíl er umtalsverð, en töfrar sagnanna liggja ekki í því, né heldur ævintýralegum söguþræði, heldur í litblæ frásagnarinnar, sérstæðri sýn á landslag og umhverfi og undarlegu næmi á örlög og einsemd fólks í óskýranlegum heimi. Það eina sem er ljóst er að hið góða sigrar að lokum, en þar á milli er allt óljóst fram til söguloka. Jóhann Magnús hefði varla getað endað sögu á öðrum nótum. En hann leysir að vísu alls ekki alltaf leyndar- huluna af sögupersónum sínum, og eykur þar með á þann heillandi blæ sem er yfir þeim. Einkennilega fáar af smásögum hans hafa ratað inn í sýnisbækur íslenskrar smásagnagerðar, og eru þó sumar þeirra tær snilldarverk, og það besta sem eftir hann liggur. Svo viídð sé aftur að áhrifum Jóhanns Magnúsar á Halldór Laxness, er nokkuð ljóst að smásögur hans hafa ratað djúpt inn í huga Halldórs og setið þar þegar hann tók sjálfúr að rita sögur ungur sem hann birti svo undir titlunum Nokkrar sögur og Fótatak manna. Hér væri auðvitað hægt að reyna rökstuðning þeirri fullyrðingu til sönnunar, en best væri ef þessar fáu línur um Jóhann Magnús hefðu það í för með sér að með einhverjum vaknaði löngun til að lesa hann, og sannfærast um þessa hluti sjálfúr — eða komast TMM 1997:3 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.