Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Side 106
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Mér finnst sögnin að kommentera ágæt sögn, beygist eins og að hlera; það þarf mörg orð, heila setningu, á „hreinni íslensku“ til að orða sömu hugsun, „gera athugasemdir við“ eða „láta í ljós álit sitt.“ Og illa kemur það saman og heim við skinnsparnaðarstílinn góða á hinum yngri fornritum að velja þá lausn sem orðfleiri er! En ég er alveg sammála þér um að orðalagið er ónákvæmt og villandi þegar sagt er að maður kynnist einhverjum í gegnum sjálfsskoðun einhvers. Hins vegar held ég ekki að Úlfhildur noti þetta orð af því að hún ímyndi sér að þar með sé hún að skipa sér íflokk með fínu fólki, menntuðu fólki, fólki sem talar eins og þeir sem eru sigldir (bls. 94). Hið dönskuskotna mál er nú einusinni stíll alls viðtalsins. Æ, kæri Ólafur, þetta fer allt eftir því hvernig við upplifum hlutina. Þyki okkur jómfrúin, helg og hrein, spjallast óforbetranlega af öllum samskiptum nema þeim sem hún á við heilagan anda, þá sjáum við auðvitað ekkert nema saur og svívirðu, en þyki okkur Freyja enn eina ferðina með eitthvað spennandi í burðarliðnum, ja, þá lítur málið bara allt öðruvísi út. Danskur stíll á islenskri grein er að mínu viti engin dauðasök. Danir tóku Gunnar Gunnarsson að hjarta sínu þótt hann skrifaði íslenska dönsku. Og tungumálið sem gamli Heinesen skrifaði á elska þeir, og jafnvel hylla, þótt enginn Dani skrifi svo. Og Bretar elska slavneska setningaskipan Conrads, og skrifa um hana lærðar bækur og fordómalausar. Af hverju erum við alltaf að dæma og hneykslast? Og af hverju má ekki segja „að líta til baka?‘ Þú segir að það eigi heldur að nota „að horfa aftur.“ Mér finnst þetta ekki alltaf merkja það sama. Manstu td. effir því þegar Guðmundur góði lærbrotnaði og Ingimundur bleytti bækurnar? Það má vel vera að Guðmundur hafi litið til baka, en það gerðu tær hans ekki, þær horfðu þangað sem hæll skyldi, horfðu aftur. Og ekki líkar þér betur við sögnina að dúkka upp. Þetta sögðum við í Hvítársíðunni. Og meira en það, við smíðuðum stundum með dúkkuðum saum, en hann er þannig gerður að haus hans „kafar“ betur í viðinn en flatur haus! Ekki bara í Hvítársíðunni, líka í öllum Borgarfirði. Þó svo að Danir kalli saum som! Og úr því við erum farnir að sjóða naglasúpu, get ég sagt þér, að afi minn var meistari í að smíða hestskónagla. Ég man ekki hvað hann sló marga í hitunni, það voru einhver ósköp. En auðvitað kunni hann ekki heldur neina íslensku. Og svo þegar Borgnesingar voru farnir að framleiða nagla fyrir allt sem er smíðað á Fróni, þá framleiddu þeir galvaníseraðan saum með dúkkuðum haus, og gera enn og hana nú. Það kemur mér verulega á óvart, ef þú, svo laghentur og fingranæmur sem þú ert, hefur aldrei beðið um slíkan saum í sölubúð! 104 TMM 1997:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.