Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 113
RITDÓMAR Grœðarinn Tíminn - hann er undarlegur náungi Hann gengur um með grösin sín í poka um öxl og leggur við djúp sár Janúarblómstur, febrúarlilju, marsklukku, aprílurt, maígresi - Alltaf sömu jurtirnar aftur og aftur Og kuflinn hans er ofinn á víxl úr ljósum og dökkum þráðum Auk þess sem mæling tímans er víða í bókinni táknuð með himinhnöttum, sól eða næturljósum, tungli og stjörnum, tekur Gyrðir á nokkrum stöðum líkingu af vatni, flaumi tímans, og í ljóðinu Vatnsljóð er grunnvatnið, sem rennur óséð um hraunin, ekki grunnvatn, held- ur grunvatn: Það streymir í myrkri einsog blóð um æðar landsins Niður aldanna niður þess I einu af þremur eyðibýlaljóðum bókar- innar (Á gömlum slóðum), þar sem skáld- ið gengur á vit fortíðar, niðar lækur og rennur „einsog glampandi stálþráður/ sem tekur upp/ tímann“. Það er óvænt líking og vel til fundin. Og þrátt fyrir það sem fyrr sagði um fullmargar vélvirkar „listrænar“ lýsingar Gyrðis í þessari bók, þá er ekki heldur skortur á nýstárlegum eða vel heppnuðum ljóðmyndum á blöðum bókarinnar. Það leynir sér ekki nú frekar en fyrr, að Gyrðir er hæfileika- ríkur höfundur. Ljóðið Grœðarinn hér að ffaman er gott dæmi um það. Og í ljóð- inu Vængir, kirkjugarðsljóði, flökta fiðr- ildi „framundan/ einsog örsmáir/ varð- englar“, og er það falleg hugarsjón. í lok þess ljóðs lyftir þokan gráum vængjum, er í fuglsmynd viðlíkt og nóttin í ljóðinu Togstreita, og er það í stíl við kveðskap klassískra fornskálda. í ljóði, sem nefnist / uppsveitum, er gulum grasstráum líkt við örgranna blýanta „og ósýnileg/ hönd skrifar/ haustkveðju/ á lækjarbakkana". Þá er skammt undan Kvöld í október, sem er síðasta ljóð bókarinnar og eitt hið ágætasta í henni. í sumarlok horfir skáld- ið út til sjávar, leggst í sölnað gras og norðurljós kvikna, sem eru Jjósin heima“ uppi í hæðanna dýrð. Á þeim fögru orðum lýkur bók Gyrðis. Haukur Hannesson Sjálfsmyndarleit Gerður Kristný: Regnbogi ípóstinum. Mál og menning 1996. 139 blaðsíður. 1 sögumiðju er ráðvilltur nýstúdent í fálmkenndri leit að lífsmerkingu og ffamtíðarsýn. Að þessari miðju, sem ný- stúdentinn Tinna frá Seltjarnarnesi fyllir upp í, stefna bæði staðir og manneskjur, allt það sem kemur leitandanum mest við hverju sinni. Fálmið byrjar á Stór- Reykjavíkursvæðinu og svo tognar úr því út um hinar dæmigerðu lendur hins unga Islendings sem vill sjá sig um í heiminum áður en hann finnur sér stað til að dveljast á og fólk til að staldra við. Fálmið tekur til ávanakynlífs og reynslu- sambúðar á heimavígstöðvunum sem og til þess að vinna ný lönd í huga og holdi. Tinna er hálft um hálft meðvitað að reyna að brjótast undan oki foreldranna, TMM 1997:3 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.