Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 113
RITDÓMAR
Grœðarinn
Tíminn -
hann er
undarlegur náungi
Hann gengur um
með grösin sín
í poka um öxl
og leggur við
djúp sár
Janúarblómstur,
febrúarlilju,
marsklukku,
aprílurt,
maígresi -
Alltaf sömu jurtirnar
aftur og aftur
Og kuflinn hans
er ofinn á víxl
úr ljósum
og dökkum
þráðum
Auk þess sem mæling tímans er víða í
bókinni táknuð með himinhnöttum, sól
eða næturljósum, tungli og stjörnum,
tekur Gyrðir á nokkrum stöðum líkingu
af vatni, flaumi tímans, og í ljóðinu
Vatnsljóð er grunnvatnið, sem rennur
óséð um hraunin, ekki grunnvatn, held-
ur grunvatn:
Það streymir í myrkri
einsog blóð
um æðar landsins
Niður aldanna
niður þess
I einu af þremur eyðibýlaljóðum bókar-
innar (Á gömlum slóðum), þar sem skáld-
ið gengur á vit fortíðar, niðar lækur og
rennur „einsog glampandi stálþráður/
sem tekur upp/ tímann“. Það er óvænt
líking og vel til fundin. Og þrátt fyrir það
sem fyrr sagði um fullmargar vélvirkar
„listrænar“ lýsingar Gyrðis í þessari bók,
þá er ekki heldur skortur á nýstárlegum
eða vel heppnuðum ljóðmyndum á
blöðum bókarinnar. Það leynir sér ekki
nú frekar en fyrr, að Gyrðir er hæfileika-
ríkur höfundur. Ljóðið Grœðarinn hér að
ffaman er gott dæmi um það. Og í ljóð-
inu Vængir, kirkjugarðsljóði, flökta fiðr-
ildi „framundan/ einsog örsmáir/ varð-
englar“, og er það falleg hugarsjón. í lok
þess ljóðs lyftir þokan gráum vængjum,
er í fuglsmynd viðlíkt og nóttin í ljóðinu
Togstreita, og er það í stíl við kveðskap
klassískra fornskálda. í ljóði, sem nefnist
/ uppsveitum, er gulum grasstráum líkt
við örgranna blýanta „og ósýnileg/ hönd
skrifar/ haustkveðju/ á lækjarbakkana".
Þá er skammt undan Kvöld í október, sem
er síðasta ljóð bókarinnar og eitt hið
ágætasta í henni. í sumarlok horfir skáld-
ið út til sjávar, leggst í sölnað gras og
norðurljós kvikna, sem eru Jjósin
heima“ uppi í hæðanna dýrð. Á þeim
fögru orðum lýkur bók Gyrðis.
Haukur Hannesson
Sjálfsmyndarleit
Gerður Kristný: Regnbogi ípóstinum. Mál og
menning 1996. 139 blaðsíður.
1 sögumiðju er ráðvilltur nýstúdent í
fálmkenndri leit að lífsmerkingu og
ffamtíðarsýn. Að þessari miðju, sem ný-
stúdentinn Tinna frá Seltjarnarnesi fyllir
upp í, stefna bæði staðir og manneskjur,
allt það sem kemur leitandanum mest
við hverju sinni. Fálmið byrjar á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og svo tognar úr því
út um hinar dæmigerðu lendur hins
unga Islendings sem vill sjá sig um í
heiminum áður en hann finnur sér stað
til að dveljast á og fólk til að staldra við.
Fálmið tekur til ávanakynlífs og reynslu-
sambúðar á heimavígstöðvunum sem og
til þess að vinna ný lönd í huga og holdi.
Tinna er hálft um hálft meðvitað að
reyna að brjótast undan oki foreldranna,
TMM 1997:3
111