Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 17
Á FJÖLUNUM í HÖFN
um unga sál sem nemur undur lífsins og þroskast, að Jónas Hallgrímsson
skyldi hrífast af því. Jolanthe, blinda stúlkan, mælir til að mynda við föður
sinn þessi orð:
Med Öiet er det sikkert ei, man seer.
Herinde, nær ved Hjertet, ligger Synet.8
III
Þeir tímar voru á landi hér að dönsk gamanleikrit (oft með söngvum, þ.e.
vaudeviller) þóttu hvað skemmtilegust af öllu sem skemmtilegt gat orðið á
sviði. Höfundar þessara verka voru Holberg, Heiberg, Hostrup og enn fleiri
og leildrnir hétu m.a. Jeppi á Fjalli, Æðikollurinn, Ævintýri í Rósenborgar-
garði, Ævintýri á gönguför og Andbýlingarnir.
Henrik Hertz er eitt af þeim gömlu og góðu skáldum Dana sem sömdu
leikrit handa públikum ríkisins. Og við það starf hamaðist hann svo ótæpi-
lega, að skáldgáfan sökk stundum í svaðið, rita þeir sem lesið hafa verk hans
öll. En það er önnur saga. Sjónleikir eftir Hertz voru sífellt á fjölum Konung-
lega leikhússins meðan hann var og hét, jafnt ýmiss konar gamanleikir úr lífi
borgarastéttar samtímans sem dramatískir leikir með rætur í liðinni tíð.
Hertz varð aldrei að marki kunnur höfundur á íslandi þrátt fyrir afköstin,
að ekki sé minnzt á frægð hans í konungsríkinu. Aðeins tvö af leilcritum
skáldsins (53 voru tekin upp í útgáfu meðan hann var lífs) rötuðu hingað á
svið, að því er heimildir herma. Annað þeirra var Audiensen, stuttur gaman-
leikur, saminn 1851, sýndur af skólapiltum í Reykjavík á jólum 1898 og
kallaðist „Assessorinn veitir áheyrn“, hitt var Flyttedagen, nefnt á íslenzku
„Fardagur“, gamanleikur í fimm þáttum. Það leikrit var samið 1827 og
frumsýnt árið eftir í Konunglega leikhúsinu í Höfn, en sett hér á svið 1943
af menntaskólanemendum. Bekkjarbræðurnir Björn Th. Björnsson og Jónas
Kristjánsson þýddu verkið, og þótti sýning þess takast allbærilega.9 Einnig
skal nefht, að Indriði Einarsson þýddi KongRenés Datter, en hvorki mun sú
þýðing hafa verið notuð á leiksviði né prentuð.10
Og er nú mál að hverfa aftur að íslenzkum Hafnarmönnum og Hertz
skáldi.
Leikritið sem Gröndal vísar til í ljóðabréfi sínu heitir „Kynnisferðin til
Kaupmannahafnar“, Besöget i Köbenhavn. Það var samið 1855-56 og frum-
sýnt í Konunglega leikhúsinu 14. október 1860.
Verkið er gamanleikur (skilgreint „Lystspil11 frá hendi höfundar) í fjórum
þáttum og gerist á tveimur dögum („varer fra den ene til den næste Dags
Formiddag11)11 á hefðarheimili í borginni. Þar ráða húsum Vinge jústitsráð
TMM 1998:1
7