Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 22
HANNES PÉTURSSON
manna fplvísastur í akademískum greinum, og Skalholt veit líka sitt af
hverju. Hertz virðist hafa kynnzt svo mörgum íslendingum að hann hafði
úr nógu að moða, enda bendir ekkert í umsögn Gröndals til þess að Hafn-
armenn fyndu beina líkingu með Skalholt og tilteknum manni í þeirra
röðum.
Henrik Hertz á þakkir skildar fremur en last fyrir þá nýbreytni að láta
birtast á sviði Konunglega leikhússins íslenzkan Hafnarstúdent, séðan
dönskum augum. Og því þótti ómaksins vert að taka saman þessar línur.
Aftanmálsgreinar
1 Ritað svo í bréfinu, en rétt er: Hertz. Og skírnarnafnið var Henrik, ekki Hinrik.
2 Til skýringar orðinu „dónalegur" skal nefnt, að í munni hinna skólagengnu á þessum tíma
(og raunar alllöngu fyrr) merkti ‘dóni’ m.a. múgamaður, sauðsvartur klunni. - „Heyrn-
arlaus“ (þ.e. heyrnardaufur) var Hertz orðinn fyrir aldurs sakir, og Gröndal vísar til þess,
ekki hins að hann væri heyrnleysingi sá frægi maður.
3 Benedikt Gröndal: Ritsafh V, Rv. 1954, bls. 101-2.
4 Þ.e. Stefán og Theodor bróðir hans, sem einnig var við nám í Höfh.
5 Benedikt Gröndal: Dægradvöl, Rv. 1965, bls. 226-27. - Stefán Thorstensen var fæddur
1830. Hann lagði stund á læknisffæði ytra, en lauk ekki prófi. Drukknaði, ókvæntur og
barnlaus, haustið 1869, þegar skip sem hann tók sér fari með ff á Höfn fórst í ofviðri undan
Vatnsnesi. Stefán hugðist verða skrifari hjá mági sínum, Kristjáni Kristjánssyni sýslu-
manni Húnvetninga.
6 Hans Kyrre: Henrik Hertz. Liv og Digtning, Kh. 1916 (bls. 38 í bókarauka, „Efferladte
Papirer").
7 Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II, Rv. 1989, bls. 227.
8 Úr fimmta atriði, en alls eru atriði leikritsins sjö.
9 Heimir Þorleifsson: Saga Reykjavíkurskóla II, Rv. 1978, bls. 168,173, og sama rit III, Rv.
1981, bls. 258-59.
10 Landsbókasafn íslands. Árbók 1945, Rv. 1946, bls. 97. - Flyttedagen er þar sagt heita í
íslenzkri þýðingu „Fardagar“, en það er misritun.
11 Vitnað verður hér á eftir til leikritsins skv. prentun þess í 7. bindi af Udvalgte dramatiske
Vœrker eftir Hertz, Kh. 1897.
12 Þegar þetta kemur fýrst fyrir í tali Skalholts („Hr. Prófessoren“) ritar höf. neðanmáls: „Forf.
har ved dette og nogle andre Ord sögt at antyde Islændernes afvigende Pronunciation,
men maa dog i det Væsentlige overlade dette som hele Udtalen til Fremstilleren." - Fleiri
dæmi: „Stúdent“, „Régensen“, „Kátegorie“, „Chronólogie“. Og í þau skipti sem Skalholt
nefnir Hegel, linast g-ið, ffamburðurinn verður: Hejel.
13 Hans Kyrre, fyrrnefnt rit (bls. 10 í bókarauka). - Fleirum en Hertz fannst að sumir íslenzkir
stúdentar á fyrri hluta 19. aldar skæru sig úr öðrum mönnum. Geir Vídalín biskup í
Reykjavík nefhir í bréfi til vinar síns, Bjarna Þorsteinssonar fulltrúa í rentukammeri, síðar
amtmanns, tvo gáfum prýdda stúdenta er sigli haustið 1817 til háskólanáms í Kaup-
mannahöfh, kallar þá „originaler“ og bætir við: „Báðir eru þeir nokkuð íslenzkir í allri
útvortis háttsemi og þyrffu að heflast, ef annars nokkur hefill vinnur á þá.“ (Islenzk
sendibréf VII, Geir biskup góði í vinarbréfum 1790-1823, Rv. 1966, bls. 155).
12
TMM 1998:1