Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 28
GÚNTER grass
mikinn áhuga á áhrifum Mára á Spáni og útfrá þessum „mannfræðilegu“
málefnum tókst okkur að nálgast skáldsöguna sem eitthvað annað og meira
en evrópskt fyrirbæri. Við vorum sammála um að sú skáldsagnahefð sem til
dæmis hefur haft áhrif á mínar skáldsögur er ekki bara spænsk, heldur einnig
márísk. Raunar má segja það sama um Boccaccio: frásagnir hans sem eru
felldar hver inn í aðra eru af márískum, arabískum, uppruna og þær hafa
frjóvgað gervalla Evrópu. Ég held að þarna sé um að ræða kenningu sem
skiptir afar miklu máli fyrir umræðuna í Evrópu núna. Ef Evrópa sameinast
í „evrósentrisma“, þeirri hugmynd að Evrópa sé miðja alls, ef hún fer að líta
á sig sem virki þá kaftiar hún menningarlega. Allar miklar sviptingar, öll
framfaraskref í listinni hafa orðið vegna ytri hvata, þau eru ávöxtur þess að
menningarstraumar blönduðust. Um þetta urðum við Goytisolo strax sam-
mála. Og hann sagði mér frá því hvað Spánverjar verða sárir þegar þeim er
sagt að þegar Cervantes var í haldi í Algeirsborg hafi hann tileinkað sér hina
munnlegu frásagnarlist Máranna, en þeir voru á þessum tíma komnir á mun
hærra menningarstig en Evrópubúar. A 13. og 14. öld höfðu þeir náð
menningarstigi Endurreisnarinnar, en við Evrópubúar náðum því stigi ekki
fyrr en þremur öldum síðar. Menn sem vita til dæmis ekki af þessum áhrifum
halda að Evrópa sé miðja alls.
L.R: Sú staðreynd að skáldin þín í Telktefundinum hittast í stríði til að ræða
listir leiðir huga minn að þeirri reynslu sem þú öðlaðist sjálfur á yngri árum
sem rithöfundur í síðari heimsstyrjöldinni.
G.G.: Ég var sautján ára í stríðslok, en var klæddur í einkennisbúning strax
fimmtán ára. Ég mótaðist ungur af hermennsku og síðar af því að vera í haldi
Ameríkana. Þetta var hlutskipti sem fjöldi manns af minni kynslóð mátti
þola. En það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar ég ákvað að verða rithöfundur,
sem ég tók eftir því að svo virtist sem ákveðin viðfangsefni væru ætluð mér,
að ég yrði að glíma við þau, að Auschwitz væri eitt af því sem stæði Þýskalandi
fyrir þrifum. Stríðið er hluti af þessu öllu saman, sú reynsla sem ég öðlaðist
á Austurvígstöðvunum þegar ég var sautján ára. Það var nefnilega hrein
tilviljun að ég lifði þetta af. Þessi fúllvissa, að ég hafi aðeins lifað af fyrir hreina
tilviljun, hefúr fylgt mér allt til þessa dags. I Þýskalandi höfum við margsinnis
efnt til umræðna um efni á borð við ,Að komast yfir fortíðina“. Ég hef alltaf
verið á móti þessu vegna þess að fortíðin lætur engan komast yfir sig, menn
hafa enn ekki fundið neina skýringu á Auschwitz. Þetta er mönnum enn
ráðgáta. Adorno hefur sýnt fram á að Auschwitz er nokkurs konar rof í
menningunni. Og ég verð að viðurkenna að því meir sem ég eldist því
áleitnari verða þessar spurningar.Vitaskuld er þetta reynsla kynslóðar sem
18
TMM 1998:1