Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 30
GÚNTER GRASS í götubardögum í Berlín árið 1848, en í lok sömu setningar er hann staddur í mótmælagöngu í Leipzig á mánudaginn var, í nútímanum. Vitaskuld er þetta ekki bara leikur. Ég tel mikilvægt að skáldsaga sem fjallar inn nýorðna sameiningu þýsku ríkjanna rifji upp að fýrri sameining þýsku ríkjanna varð undir stjórn Bismarcks á síðustu öld og að hún kostaði þrjár styrjaldir. Ég reyni í skáldsögunni að hafa 19. öldina í bakgrunni, þannig að þegar fólk lesi söguna hafi það þá atburði til hliðsjónar við þá tímamótaatburði sem áttu sér stað 1989 eða 1990. Þetta er í stuttu máli sú frásagnartækni sem ég beiti í skáldsögunni, en hún á eflaust rætur sínar í Kopfgeburten oderDie Deutschen sterben aus. Raunar má glögglega sjá þennan sama skilning á tímanum, forsamframtíð, í Der Butt, (Flyðran, 1977), Die Rattin (Rottunni, 1986), og svo framvegis. L.R: Ég veit að Rabelais er í miklu uppáhaldi hjá þér og ef til vill ert þú síðasti höfundurinn sem notar risavaxnar persónur svipað og Rabelais. Sumir kaflar í bókum þínum eru groddalegri en gengur og gerist, þú leggur sérstaka áherslu á hina líkamlegu hlið mannsins og svo framvegis. Einnig dettur manni Laurence Sterne í hug þegar maður les bækur þínar, því þú virðist hafa gaman af því að leggja lykkju á frásögnina, og vera með útúrdúra. Ert þú, svipað og Kundera, á vissan hátt að hefja skáldsöguna fýrir tíma Balzacs aftur til vegs og virðingar? G.G.: Eins og ég hef margoft sagt er samband mitt við skálkasögurnar ekkert síður í gegnum nútímaskáldsögur en hinar eiginlegu skálkasögur. Ég lít svo á að byggingarinnar vegna sé Ódysseifur eftir Joyce skálkasaga. Berliner Alexanderplatz eftir Alfred Döblin er einnig hluti af þessari sömu hefð. En ég hef líka áhuga á ýmsum öðrum hliðum á Döblin. Til dæmis má nefna fýrstu skáldsöguna hans, Þrjú hliðarspor Wang-Lun sem hann skrifaði korn- ungur. Það var hann sem fyrstur manna beitti brögðum futúristanna í skáldsögunni: lét til dæmis marga atburði gerast samtímis, eða lét tilteknar einingar innan frásagnarinnar drífa hana áfram, svipað og hann gerir í Berliner Alexanderplatz. Höfum einnig hugfast hvaða augum hann leit mannkynssöguna: skáldsaga hans Wallenstein varð mér til dæmis fýrirmynd hvað þetta varðar. En það var einnig rétt hjá þér að nefna Laurence Sterne, Tristram Shandy er einnig hluti af þessari miklu evrópsku hefð. Sú bók hefur raunar haft furðulega lítil áhrif í Englandi. En þýskur höfundur, Jean Paul, hefur sótt gríðarlega mikið í þann sjóð háðs og frásagnartækni sem bók Laurence Sterne er. Auðvitað má svo nefna aðra uppsprettu þangað sem ég hef sótt ýmislegt um risa og dverga: þýsku ævintýrin. Þau eru heil náma ævafornra persóna og frumstæðra drauma mannsins: að vera ósýnilegur, 20 TMM 1998:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.