Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 39
EFINN ER ÆÐSTUR ALLRA GILDA ártöl sem vekja stöðugar spurningar. Ég endurnýja þessar spurningar í skáldsögum mínum með því að setja þessi vel þekktu ártöl í nýtt samhengi og geri lesandanum þannig kleift að líta á þáu á annan hátt og draga af þeim annars konar ályktanir. Auk þess hef ég oít beitt sömu aðferð og Fontane sem hefur ekki stórviðburði í forgrunninum, heldur minni háttar atburði, at- burði sem gerast á jaðrinum, í skugga stórviðburðanna. L.P.: Ef til vill er það hlutverk skáldsagnahöfundarins að uppgötva og benda á mikilvægi minni háttar atburða eða jaðarfyrirbæra sem aðrir taka ekki eftir. G.G.: Að sjálfsögðu, og einnig að setja þá í forgrunninn og setja um leið spurningarmerki við stórviðburðina. L.P.: Fallegustu blaðsíðurnar í skáldsögunni Víðáttunni eru brúðkaupsskála- ræða kaþólsks prests frá gamla Austur-Þýskalandi sem ekki varð neitt upp- rifinn af gervihrifningunni yfir sameiningunni. Hann lýsir því yfir að efinn - jafnvel gagnvart hans eigin Guði - sé æðstur allra gilda, hann sé það sem tefla ætti ffam gegn hinum nýju trúarbrögðum „fjármagnsins“ og spá manna um „land þar sem smjör drýpur af hverju strái“ handa öllum. Ég veit ekki hvort þessi prestur er til í raun og'veru. Hins vegar er skáldsagan þín raunveruleiki og ég velti fyrir mér hvort skáldsagan sé ekki besti skólinn til að læra að efast... G.G.: Ég held að lærdómurinn sem við getum dregið af þessari öld hér í Evrópu, og vitaskuld í öðrum heimsálfum, sé sá að orsök flestra þeirra hörmunga sem yfir okkur hafa dunið sé sú að við höfum ekki efast nógu fljótt, að við höfum ekki gert efann að meginreglu. Við höfum sett traust okkar á vonina, framfarirnar, peningana og efnahagsmálin, en ef við hefðum látið efasemdir okkar skýrar í ljós hefði þessi öld ekki orðið jafn hörmuleg og raun ber vitni. Hvað sjálfan mig varðar, þá gengur þetta ákall um að efast eins og rauður þráður í gegnum allar mínar bækur, allt ffá þeirri fyrstu, Blikktrommunni. 1 skáldsögunni Úr dagbók snigilsins er meira að segja per- sóna, skálduð persóna, sem heitir Efi. Þar gekk ég út ffá deilum Hegels og Schopenhauers og reyndi að þróa áfram meginregluna um efann. Presturinn sem birtist í Víðáttunni, þessi aukapersóna í skáldsögunni, leikur stórt hlutverk í brúðkaupi Mörtu Wuttke, dóttur Fontys, því hann áttar sig á því að hin nýgifta Marta hafði daginn áður óbilandi trú á kommúnistaflokknum, en hafði nú strax tekið nýja trú. Því tekur presturinn, sem er vitaskuld aðeins staddur þarna í prestserindum, sig til og heldur skálaræðu, viðstöddum til TMM 1998:1 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.