Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 52
BIRNA BJARNADÓTTIR
máli. Á slíkum fundi hlýtur ímyndunarafl lesandans líka að starfa á jafn
virkan hátt og höfundarins. En til hvers, eigi það að deyja?
Án þess hér verði fjallað sérstaklega um viðtökur verka Guðbergs, getur
einstaka túlkun varpað ljósi á umræddan vanda í víðu samhengi. Hér hef ég
í huga ritdóm Guðmundar Andra Thorssonar (frá árinu 1987) um Leitina
að landinu fagra. Þar vísar hann í umrætt viðtal og fjallar um þá klausu sem
minnst hefur verið á, þáttinn um ímyndunaraflið og dauða þess, eða það sem
Guðmundur Andri kallar kenningu Guðbergs:
Það sem er athyglisvert við kenningu Guðbergs er að hvergi er í henni
gert ráð fyrir lesandanum sem einstaklingi. Hann býst ekki við ff um-
kvæði þess sem les, telur lestur ekki vera sköpun á neinn hátt, reiknar
ekki með því að ímyndunarafl þess einstaklings sem les starfi á virkan
hátt, heldur taki við, horfi á, dáist kannski að.18
Guðmundur Andri heldur áfram og talar um fjarlægð, kulda og ofnæmi fyrir
tilfmningum sem velþekkt einkenni á sögum Guðbergs. Hann vísar enn-
fremur í söguna þar sem Hugborg sögumaður ræðir rými hugarflugsins:
Hugarflugið vill hafa rúmt um sig. Það vill ekki anda beint framan í
aðra. Og líkamshiti hlustenda má ekki berast til sögumannsins. Hann
situr fyrir ofan þá, en ofar honum er sagan. Líkamshiti annarra slævir
ímyndunarafl hans. Hugur sögumannsins verður að vera kaldur.19
Guðbergur, segir Guðmundur Andri, vill höfða til vitsins, hann vill ekki
nálægð sögumanns og lesenda, þess vegna er rödd sögunnar í bókum
hans hranaleg og háðsleg og hugmyndaffæðin nihilísk. Hann óttast
sífellt að einhver fari að verða sammála einhverju sem stendur í
bókinni og reynir að snúa sig út úr öllum faðmlögum.20
Ég er sammála Guðmundi Andra þegar hann segir Guðberg vilja höfða til
vitsins. Ég veit hins vegar ekki hvað Guðmundur Andri á við með umsögn
á borð við „ofnæmi fyrir tilfmningum“, eigi hún við höfund sem vill leiða
lesendur til fundar við sjálfa sig. Ef rödd fegurðarinnar talar lágt og læðist
aðeins inn í vökulustu sálir (en þannig orti Zaraþústra á fjallinu) víkur
höfundur ekki að lesandanum án þess að honum blæði sjálfum. Vökull
lesandi þarf ekki heldur höfund sem efast meira um þátttöku annarra en
sína eigin. Og ef spurt er um hugmyndafræði verkanna, má þá ekki hugsa
hana frekar sem viðbrögð anda og tilfinninga við raunveruleika guðleysis,
en að hún kallist boðberi tómhyggju? í samanburði við sælutíma boðskapar,
42
TMM 1998:1