Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 52
BIRNA BJARNADÓTTIR máli. Á slíkum fundi hlýtur ímyndunarafl lesandans líka að starfa á jafn virkan hátt og höfundarins. En til hvers, eigi það að deyja? Án þess hér verði fjallað sérstaklega um viðtökur verka Guðbergs, getur einstaka túlkun varpað ljósi á umræddan vanda í víðu samhengi. Hér hef ég í huga ritdóm Guðmundar Andra Thorssonar (frá árinu 1987) um Leitina að landinu fagra. Þar vísar hann í umrætt viðtal og fjallar um þá klausu sem minnst hefur verið á, þáttinn um ímyndunaraflið og dauða þess, eða það sem Guðmundur Andri kallar kenningu Guðbergs: Það sem er athyglisvert við kenningu Guðbergs er að hvergi er í henni gert ráð fyrir lesandanum sem einstaklingi. Hann býst ekki við ff um- kvæði þess sem les, telur lestur ekki vera sköpun á neinn hátt, reiknar ekki með því að ímyndunarafl þess einstaklings sem les starfi á virkan hátt, heldur taki við, horfi á, dáist kannski að.18 Guðmundur Andri heldur áfram og talar um fjarlægð, kulda og ofnæmi fyrir tilfmningum sem velþekkt einkenni á sögum Guðbergs. Hann vísar enn- fremur í söguna þar sem Hugborg sögumaður ræðir rými hugarflugsins: Hugarflugið vill hafa rúmt um sig. Það vill ekki anda beint framan í aðra. Og líkamshiti hlustenda má ekki berast til sögumannsins. Hann situr fyrir ofan þá, en ofar honum er sagan. Líkamshiti annarra slævir ímyndunarafl hans. Hugur sögumannsins verður að vera kaldur.19 Guðbergur, segir Guðmundur Andri, vill höfða til vitsins, hann vill ekki nálægð sögumanns og lesenda, þess vegna er rödd sögunnar í bókum hans hranaleg og háðsleg og hugmyndaffæðin nihilísk. Hann óttast sífellt að einhver fari að verða sammála einhverju sem stendur í bókinni og reynir að snúa sig út úr öllum faðmlögum.20 Ég er sammála Guðmundi Andra þegar hann segir Guðberg vilja höfða til vitsins. Ég veit hins vegar ekki hvað Guðmundur Andri á við með umsögn á borð við „ofnæmi fyrir tilfmningum“, eigi hún við höfund sem vill leiða lesendur til fundar við sjálfa sig. Ef rödd fegurðarinnar talar lágt og læðist aðeins inn í vökulustu sálir (en þannig orti Zaraþústra á fjallinu) víkur höfundur ekki að lesandanum án þess að honum blæði sjálfum. Vökull lesandi þarf ekki heldur höfund sem efast meira um þátttöku annarra en sína eigin. Og ef spurt er um hugmyndafræði verkanna, má þá ekki hugsa hana frekar sem viðbrögð anda og tilfinninga við raunveruleika guðleysis, en að hún kallist boðberi tómhyggju? í samanburði við sælutíma boðskapar, 42 TMM 1998:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.