Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 53
í GUÐLAUSU FJAÐRAFOKI getur fundur af þessu tagi talist hranalegur, jafnvel háðslegur og ekki mönn- um sæmandi. En er ekki eitthvað í þátttöku sem er svipt guðlegri forsjá? Svo virðist sem eitt af einkennum umræddrar frásagnar sé ekki aðeins viðvarandi vantrú á þeirri túlkun sem finnur svölun í regluþrælkun kenn- inga, heldur einnig viðurkenning á mikilvægi ímyndunaraflsins fyrir skynj- un manns. Líf manns er nefnilega enn bundið nauðsyn og neyð skynjunarinnar. Og þótt maður hafi - í guðlausum heimi - lítið annað en sannleika sem var og túlkun sem ber að efast um, blasir berstrípuð þátttakan við. Sýningunni er vissulega lokið, eins og breski samtímaheimspekingurinn Simon Critchley orðar kringumstæður hugsunar okkar. Það er líka búið að fella tjöldin og slökkva ljósin.21 Verndari blekkingarinnar, sá sem gaf hreyf- ingu manns frá hrifningu til andúðar merkingu, er sjálfur blekking. Fólkið situr þó eftir í salnum, enda ekkert að fara. Og þar byrja vandræðin, hugsi maður um möguleika tilfinninga. Hvernig tekur maður ástina á sjálfum sér, lífinu og öðrum alvarlega, þoli blekking ekki við? Hver getur ást manns orðið í guðlausu fjaðrafoki? Deyr ímyndunaraflið kannski, leiti maður svara? Það er hægt að skoða þennan vanda eins og hann sé tjóðraður við nútímann. í framhaldi af því er hægt að álykta, að afrakstur tómhyggjunnar í fagurfræðilegu tilliti sé tómt mál að tala um, eða eins og reynsla hugarins af raunveruleika guðleysis sé handan fagurfræðilegrar leitar. Hér er frekar spurt hvort annað fólk á öðrum tíma hafi ekki glímt við keimlíkan vanda og hvort kringumstæður hugsunarinnar hér og nú kallist ekki á við arf hugs- unar í frásögn af raunveruleika innra lífs. Það er, með öðrum orðum, hægt að ímynda sér einhverjar rætur eins og hugsun um fegurð í forngrískum anda og hvernig hún verður að skapandi átökum í viðjum kristinnar lífsskoðunar. í því ljósi er samband manns og fegurðar, nú sem áður, jafn ófrágengið og maður sjálfur, en sá þéttofni vefur platónskra og kristinna hugmynda sem enn má finna í frásögn af raunveruleika innra lífs gefur svo lausan taum. En hver er fundurinn? Eins og minnst hefur verið á svarar Ágústínus kalli Plótínosar, en eftir langa og stranga leit finnur hann loks fegurðina sem blessaða hamingju. í kristni er fegurðin hjá guði: Biblían er verustaðurinn, brjótist maður úr einsemd hugarins í fordæmdum möguleikum tilfinninga. Fallin vera getur því notið fegurðar, en aðeins í tilfinningu trúarinnar. Slík er ólýsanleg hamingjan, ef hamingju skyldi kalla. „Hamingjan er eitthvað sem við aldrei vildum“ orti Edith Södergran snemma á þessari öld,22 raun sem Ágústínus kann að þekkja. Hann virðist líka þrá betra hlutskipti. Maðurinn sem skóp að stórum hluta kristna heimsmynd miðalda, sagður vera annar faðir vestrænnar bókmenningar og TMM 1998:1 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.