Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 59
í GUÐLAUSU FJAÐRAFOKl
í forneskju og þess vegna æddi það um einmana, ruglað og sjálfu sér
verst. Skammdegið ríkti.f 160)
Að lokum kemst fylgdarmaðurinn heim, inn í skuggann af sjálfum sér. Það
er kannski þess vegna sem hann leyfxr sér munað eins og þennan: „Leitaðu
aldrei til mannsins í neyð þinni, leitaðu heldur til jurtanna" (173), segir hann
í trúnaði við konuna. Viðbrögð hennar, sem eru í fullkomnu samræmi við
eðli og kringumstæður þeirra beggja, eru þessi:
Konan spratt upp og lagðist fram á olnbogana og horfði áfjáð framan
í manninn.
Þú vilt vera pabbi minn um stund?
Maðurinn skynjaði hvernig fáviskan fyllti stofuna, grautarleg og
klístrug. Loftið varð að gráum lapþunnum graut og maðurinn end-
urtók:
Já-já. (173)
„Sjaldan brýtur gæfumaður gler“ (28), segir maðurinn í byrjun sögu. En
hvert fer hann, vilji hann forða sér frá sambandi við holdi klædda konu?
Núna vissi hann að þau Dóra gætu ekki sameinast nema á mynd, hann yrði
að sameina myndina af Dóru og myndina af henni í huganum,hann skynjaði
„að mynd er annað en maður sjálfur, því að menn bregðast hver öðrum en
myndin aldrei“ (174). Hann man eftir mynd af Dóru sem liggur á haugnum
í herberginu, hann rífur sig frá hinni konunni, kemst við illan leik inn í
herbergið sitt, skellur á myndina í haugnum og brýtur glerið. Konan kemur
særð í humátt á eftir, tekur glerbrot „í leiðslu" af myndinni og „tautaði fyrir
munni sér að bæði hún og glerið væru gagnsæ og beitt“ (175). Síðan hjálpar
hún manninum að deyja: „Svona, tautaði hún. Ég hegg með þér á tímann.
Farðu, streymdu burt, því að lífið er skorið frá skelfingu sinni“ (176).
Kannski vekur maðurinn skelfinguna, með því að verða fyrir raunveru-
leikanum. Og kannski er þetta sköpunin sem getur orðið í sambandi ímynd-
unar og dauða, eða í því sem hægt er að kalla samræði fegurðar og dauða í
umræddum kringumstæðum hugsunar. Hvernig sem því er háttað, þá er það
í kringumstæðum sem þessum sem sköpun persónu varpar í senn ljósi á
fláræði skynjunar og nauðsyn blekkingar. Slíkt getur sambandið í sköpun
innra lífs verið, hugsi maður um hálfkarað eðli í ófrágenginni fegurð. En
áður en vikið verður í lokin nánar að sköpun sem þessari og dirfsku
höfundarins í því efni, má rifja upp brot úr annarri sögu Guðbergs og þá
sköpun persónu sem þar er að finna.
í „Maður sem varð fyrir óláni“ má lesa um mann sem virðist þurfa að
efast um tryggð konu sinnar svo hann fái lifað hugsunina um eðlið. Hann
lemur systur sína til óbóta og er lokaður inni í fangelsi þar sem hann fær
TMM 1998:1
49