Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 68
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON og horfir á veruleikann með augum barnsins. Hann sér að keisarinn er berstrípaður og veit að allt er mögulegt fyrir tilverknað ímyndunaraflsins. Að sjálfsögðu verður áhorfandinn að taka farsanum með sama hætti, því þar ríkja önnur lögmál en í daglegu lífi eða alvarlegri leiklist. „Nema þér verðið einsog börnin ...“ gætu verið einkunnarorð farsahöfundarins. Veru- leiki hans lýtur ekki lögmálum rökvísinnar - eða réttara sagt: hann býr yfir sinni eigin rökvísi einsog draumurinn og getur sýnst sannari en sjálfur veruleikinn. í þeirri list að gera hið ótrúlega ekki aðeins trúverðugt heldur beinlínis sannfærandi er Dario Fo óviðjafnanlegur meistari. í því efni minnir hann kannski helst á þaulæfðan stórlygara sem aldrei breytir um raddhreim, lýsir hlutum og smáatriðum útí æsar, forðast hið þokukennda og óhlut- bundna, lyftir aldrei augabrúninni hvað sem á gengur. Kannast menn ekki við stílinn úr kvikmyndum Busters Keatons? La Commune Árið 1968 var Dario Fo orðinn þreyttur á að vera trúður smáborgaranna. Þá myndaði hann óháðan leikflokk, Nuova Scena, og stofnaði tveimur árum síðar leikarakommúnuna La Commune í Mílanó ásamt eiginkonunni. Sama ár sagði hann skilið við kommúnistaflokkinn, en var eftir sem áður talinn stórhættulegur undirróðursmaður af þeim sem með völdin fóru. Nú hafði hann yfir að ráða leikhúsi sem var óháð opinberum styrkjum. Á verkefnaskránni voru byltingarkennd verk hans sjálfs. Meðal þeirra voru „Stjórnleysingi ferst af slysförum“ (1970) og „Við borgum ekki! Við borgum ekki!“ (1974). Fyrra verkið er byggt á örlögum þriggja manna sem voru ranglega dæmdir og hafa setið inni tæpa fjóra áratugi. Verk Fos fundu hljómgrunn hjá æ stærri hópum, ekki síst stúdentum og verkamönnum. Alþýðleiki hans og hugmyndafræðileg baráttugleði hafa haft ómæld áhrif á frjálsa leikhópa á Ítalíu. Dario Fo sagði í Köln árið 1980: „Þegar okkar á meðal er talað um gamanleiki eigum við alls ekki við hlátur hlátursins vegna. Það er ekki um það að ræða að fá meira loft í lungun. Gamanleikhús merkir að hlæja í meðvitund þess að gera skal útaf við andstæðinginn, stéttaróvininn. Það merkir að gera að engu goðsagnir smáborgaranna og auðmagnsins og sérstaklega að brjóta þær helgu reglur sem gera það að verkum að valdið sýnist vera ginnheilagt. Máttugasta vopn kerfisins er að það þykist vera heilagt. Hlátur valdsmanna er ævinlega illur.“ 58 TMM 1998:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.