Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 83
Árni Björnsson
Af hverju voru íslenskar
fornsögur skrifaðar á
móðurmáli?
Áleitin spurning
Ærið oft á starfsævinni hefur maður staðið frammi fyrir þeirri spurningu
fólks á öllum aldri og af ýmsu þjóðerni, af hverju í ósköpunum hinir
fámennu Islendingar muni allt að því einir germanskra þjóða hafa skrifað
fornsögur sínar á bókfell á eigin móðurmáli.
Undarlegt má virðast að ekki skuli liggja á lausu neitt einhlítt og einfalt
svar við þessari lykilspurningu, jafhmikið og snjallir höfundar hafa ritað um
uppruna íslenskra fornbókmennta svo öldum skiptir. Sú umfjöllun hefur
einkum snúist um margvíslegar huglægar forsendur sagnanna, andlegan
þroskaferil höfundanna, erlend áhrif eða sérstöðu, samspil heiðinnar og
kristinnar menningar, valdajafhvægi kirkju og veraldlegra höfðingja, sagn-
festu eða bókfestu, formgerð sagnanna, sannfræði og skáldskap í sagnarit-
uninni en lítið um hinar praktísku forsendur hennar. Margt er þar vissulega
mælt af andagift en lausnin á fyrrnefhdri gátu hefur einna helst verið sú að
skilgreina þessa þjóðlegu sagnaritun sem einhvers konar kraftaverk.
Samkenni og sérstaða
Tilurð og geymd munnlegra sagna er að sjálfsögðu ekki neitt séríslenskt
fyrirbæri. Vart mun hafa fundist sá þjóðflokkur í heiminum að ekki séu þar
til sagnamenn og skáld. Sagnaritun var ekki heldur allsendis séríslenskt
framtak á miðöldum. Fáein söguljóð eru til skráð á enskum og þýskum
forntungum svosem Bjólfskviða, Hildibrandskviða og Niflungaljóð. I lok 11.
aldar er tekið að skrá frönsk hetjuljóð á bækur og á fyrra hluta 13. aldar er
byrjað að snúa þeim á norræna tungu við hirð Hákonar konungs í Noregi.
Samt er um mikla íslenska sérstöðu að ræða og auk sjálfs efnismagnsins er
hún einkum þrenns konar:
1. Þrátt fýrir það sem að framan var getið skrifuðu sagnaritarar meðal
annarra þjóða í Norður-Evrópu að mestu á latínu. Nærtæk dæmi eru Saxi
TMM 1998:1
73