Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 83
Árni Björnsson Af hverju voru íslenskar fornsögur skrifaðar á móðurmáli? Áleitin spurning Ærið oft á starfsævinni hefur maður staðið frammi fyrir þeirri spurningu fólks á öllum aldri og af ýmsu þjóðerni, af hverju í ósköpunum hinir fámennu Islendingar muni allt að því einir germanskra þjóða hafa skrifað fornsögur sínar á bókfell á eigin móðurmáli. Undarlegt má virðast að ekki skuli liggja á lausu neitt einhlítt og einfalt svar við þessari lykilspurningu, jafhmikið og snjallir höfundar hafa ritað um uppruna íslenskra fornbókmennta svo öldum skiptir. Sú umfjöllun hefur einkum snúist um margvíslegar huglægar forsendur sagnanna, andlegan þroskaferil höfundanna, erlend áhrif eða sérstöðu, samspil heiðinnar og kristinnar menningar, valdajafhvægi kirkju og veraldlegra höfðingja, sagn- festu eða bókfestu, formgerð sagnanna, sannfræði og skáldskap í sagnarit- uninni en lítið um hinar praktísku forsendur hennar. Margt er þar vissulega mælt af andagift en lausnin á fyrrnefhdri gátu hefur einna helst verið sú að skilgreina þessa þjóðlegu sagnaritun sem einhvers konar kraftaverk. Samkenni og sérstaða Tilurð og geymd munnlegra sagna er að sjálfsögðu ekki neitt séríslenskt fyrirbæri. Vart mun hafa fundist sá þjóðflokkur í heiminum að ekki séu þar til sagnamenn og skáld. Sagnaritun var ekki heldur allsendis séríslenskt framtak á miðöldum. Fáein söguljóð eru til skráð á enskum og þýskum forntungum svosem Bjólfskviða, Hildibrandskviða og Niflungaljóð. I lok 11. aldar er tekið að skrá frönsk hetjuljóð á bækur og á fyrra hluta 13. aldar er byrjað að snúa þeim á norræna tungu við hirð Hákonar konungs í Noregi. Samt er um mikla íslenska sérstöðu að ræða og auk sjálfs efnismagnsins er hún einkum þrenns konar: 1. Þrátt fýrir það sem að framan var getið skrifuðu sagnaritarar meðal annarra þjóða í Norður-Evrópu að mestu á latínu. Nærtæk dæmi eru Saxi TMM 1998:1 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.