Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 87
AF HVERJU VORU ÍSLENSKAR FORNSÖGUR SKRIFAÐAR A . . . andinn sá að sjálfsögðu enga ástæðu til að hafa ritara á launum við að skrifa bókmenntir á dýrt bókfell til aíþreyingar fyrir þau vinnudýr sem þessir bændur voru. Við siðaskiptin um miðja 16. öld var svipuð eignaskipan reyndar orðin ríkjandi á íslandi. Kirkjan varð frá lokum staðamála seint á 13. öld smám saman langstærsti jarðeigandinn. Afganginum skiptu nokkrar stórbænda- ættir á milli sín sem auk þess tengdust ósjaldan við mægðir. Miðlungs sjálfseignabændur voru nánast úr sögunni, allur þorrinn var orðinn leigu- liðar. Þessi þróun hófst að líkindum þegar á 12. öld en hún tók margar kynslóðir og var naumast að fullu um garð gengin fyrr en eftir 1400 í kringum Svartadauða. Það er spurning, sem hér verður ekki reynt að svara, hvort þessi útrýming sjálfseignarbænda átti einhvern hlut í því að ritun frumsaminna sagna féll að mestu niður á síðmiðöldum. Það má einnig vera umhugsunarefni til gamans hvort hinn ffægi knappi stíll íslendinga sagna miðað við langorðan og mærðarfullan stíl dýrlingasagna gæti stafað af því að bændur hafi meir þurff að spara bókfellið en kirkjan eftir að henni óx fiskur um hrygg. Meinloka í tilgátunni? Það kann í fljótu bragði að þykja stríða gegn fyrrnefndri skýringu á upphafi söguritunar á móðurmáli, að fornsögurnar virðast lítt eða ekki hafa verið skráðar fyrr en eftir að samfélag misríkra sjálfseignarbænda var komið á fallanda fót á 13. og 14. öld. Svo þarf þó allsekki að vera. Eins og drepið var á hér að framan eru miklar líkur til að amk. heilagra manna sögur hafi verið skrifaðar á íslensku þegar á 12. öld og jafnvel fyrr, þótt engin handrit þeirra hafi varðveist, ef til vill vegna lélegrar skinnaverkunar. Með þessu móti kynntust ólærðir en sjálfráða íslendingar skrifuðum sögum á eigin máli. Þá var ekki nema eðlilegt að sama fólk sæktist eftir því að annars konar og að þeirra dómi áhugaverðari sögur væru settar saman og skráðar til skemmtunar og fróðleiks, sögur sem snertu nálægara umhverfi, norrænar og íslenskar söguhetjur, jafnvel eigin ættmenni eða menn af heimaslóðum. Auk þess sem íslenskir klaustramenn á 12.-14. öld skráðu að eigin frum- kvæði virðast söguglaðir góðbændur og höfðingjar nokkuð snemma hafa fengið klerka eða aðra skriftlærða menn til að setja saman sögur og jafnvel iðkað það sjálfir í einhverjum mæli, ekki síst á 13. öld. Á 14. öld hefst síðan fyrir alvöru tími atvinnuskrifara þegar vegleg handrit urðu jafnvel útflutn- ingsvara. Ekki var nema eðlilegt að umbrot Sturlungaaldar og afsal fullveldis seint á 13. öld hefðu einmitt hvatt höfunda með skáldlegt og sögulegt innsæi til TMM 1998:1 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.