Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 87
AF HVERJU VORU ÍSLENSKAR FORNSÖGUR SKRIFAÐAR A . . .
andinn sá að sjálfsögðu enga ástæðu til að hafa ritara á launum við að skrifa
bókmenntir á dýrt bókfell til aíþreyingar fyrir þau vinnudýr sem þessir
bændur voru.
Við siðaskiptin um miðja 16. öld var svipuð eignaskipan reyndar orðin
ríkjandi á íslandi. Kirkjan varð frá lokum staðamála seint á 13. öld smám
saman langstærsti jarðeigandinn. Afganginum skiptu nokkrar stórbænda-
ættir á milli sín sem auk þess tengdust ósjaldan við mægðir. Miðlungs
sjálfseignabændur voru nánast úr sögunni, allur þorrinn var orðinn leigu-
liðar. Þessi þróun hófst að líkindum þegar á 12. öld en hún tók margar
kynslóðir og var naumast að fullu um garð gengin fyrr en eftir 1400 í
kringum Svartadauða.
Það er spurning, sem hér verður ekki reynt að svara, hvort þessi útrýming
sjálfseignarbænda átti einhvern hlut í því að ritun frumsaminna sagna féll
að mestu niður á síðmiðöldum. Það má einnig vera umhugsunarefni til
gamans hvort hinn ffægi knappi stíll íslendinga sagna miðað við langorðan
og mærðarfullan stíl dýrlingasagna gæti stafað af því að bændur hafi meir
þurff að spara bókfellið en kirkjan eftir að henni óx fiskur um hrygg.
Meinloka í tilgátunni?
Það kann í fljótu bragði að þykja stríða gegn fyrrnefndri skýringu á upphafi
söguritunar á móðurmáli, að fornsögurnar virðast lítt eða ekki hafa verið
skráðar fyrr en eftir að samfélag misríkra sjálfseignarbænda var komið á
fallanda fót á 13. og 14. öld. Svo þarf þó allsekki að vera. Eins og drepið var
á hér að framan eru miklar líkur til að amk. heilagra manna sögur hafi verið
skrifaðar á íslensku þegar á 12. öld og jafnvel fyrr, þótt engin handrit þeirra
hafi varðveist, ef til vill vegna lélegrar skinnaverkunar. Með þessu móti
kynntust ólærðir en sjálfráða íslendingar skrifuðum sögum á eigin máli.
Þá var ekki nema eðlilegt að sama fólk sæktist eftir því að annars konar
og að þeirra dómi áhugaverðari sögur væru settar saman og skráðar til
skemmtunar og fróðleiks, sögur sem snertu nálægara umhverfi, norrænar
og íslenskar söguhetjur, jafnvel eigin ættmenni eða menn af heimaslóðum.
Auk þess sem íslenskir klaustramenn á 12.-14. öld skráðu að eigin frum-
kvæði virðast söguglaðir góðbændur og höfðingjar nokkuð snemma hafa
fengið klerka eða aðra skriftlærða menn til að setja saman sögur og jafnvel
iðkað það sjálfir í einhverjum mæli, ekki síst á 13. öld. Á 14. öld hefst síðan
fyrir alvöru tími atvinnuskrifara þegar vegleg handrit urðu jafnvel útflutn-
ingsvara.
Ekki var nema eðlilegt að umbrot Sturlungaaldar og afsal fullveldis seint
á 13. öld hefðu einmitt hvatt höfunda með skáldlegt og sögulegt innsæi til
TMM 1998:1
77