Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 98
GUÐNl ELÍSSON
skiptaform sem Jameson lýsir eiga að víkja fyrir forvitni og umburðarlyndi.
Togstreitan einkennist að mati Giroux af fáfræði um menningu annarra. í
grein sinni „Resisting Difference: Cultual Studies and the Discourse of
Critical Pedgagogy“ ræðir hann hættuna við kenningar um einsleita menn-
ingu sem tekur engum breytingum. í bandarísku samfélagi er slík einsleitni
sérlega varhugaverð þar sem hún útilokar íjölmörg þjóðarbrot og kynþætti
frá hlutdeild í menningarumræðunni. Þess í stað vill Giroux að menntun og
kennsla þjóni lýðræðinu. Við eigum að taka mark á röddum framandi
samfélagssvæða og viðurkenna um leið takmarkanir eigin raddar. Þá gerum
við okkur ljóst að menning er ekki einkaeign ákveðinna forréttindahópa.
í þessu ljósi er kennslufræði Kristjáns sérlega athygliverð. Menningarskil-
greining hans útilokar annarlegar raddir, því hann gefur til kynna að þær séu
aðeins rannsakaðar vegna þess að þær tilheyri minnihlutahópum. I dæminu
um Shakespeare og svörtu skáldkonurnar ber hann saman ,hæstu‘ og
,lægstu‘ fulltrúa menningarinnar til að árétta hættuna sem stafar af fleðu-
fræðunum. Ljóst er að ógnin við hefðarbókmenntirnar er úr lausu lofti
gripin, en þeirri spurningu er enn ósvarað af hverju hann valdi dæmisöguna
um svörtu, fötluðu, kúguðu og áreittu konuna með þroskahefta barnið. Sem
slík virðist hún vera fulltrúi menningarlegs sjúkleika í huga Kristjáns. Líkt
og verk Shakespeares eru frummynd andlegs heilbrigðis er svarta konan
margföld fjarlæging frummyndarinnar og þeir sem skrifa um og kenna
bækur hennar, stunda fræði sem hvorki eru ,heilnæm né virðingarverð'.
í 8. hluta Lesbókar-greinanna beinir Kristján augum að nýjum hugmynd-
um í kennslufræði og tekur enn upp dæmið af svörtu skáldkonunni í
hjólastólnum. Kristjáni hefur eflaust þótt þessi gamli fulltrúi fleðufræðanna
eiga sér eitthvað til málsbóta, því nú gerir hann hana lesbíska líka. Að mati
Kristjáns berjast póstmódernistar:
af öllu afli gegn hugmyndum um klassíska háskólamenntun og
akademískt frelsi og með því að ýta undir öfgar pólitískrar rétthugs-
unar („political correctness“). Dæmi: Áherslan á hugsuði eins og
Aristoteles, Shakespeare og Einstein er arfleifð karlrembu og rök-
miðjuhyggju; í staðinn á að finna lesefni eftir samkynhneigðar
blökkukonur í hjólastól. Óbeitin á ritskoðun er húmanísk grilla;
auðvitað á ekki að leyfa karlrembum, homma- og kynþáttahöturum
að opna kjaft innan veggja háskóla! (c 8)
Myndadeild Morgunblaðsins greip þessa staðhæfingu á lofti því hún er notuð
sem skýringartexti við mynd greinarinnar þar sem Shakespeare, da Vinci,
Goethe, Einstein og Freud hafa allir verið krossaðir út með rauðu tússi (og
þá væntanlega ekki í póstmódernísku andófi). Svörtu, fötluðu og lesbísku
88
TMM 1998:1