Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 99
„DORDINGULL HÉKK ÉG í LÆBLÖNDNU L0ÉT1“ skáldkonunni hans Kristjáns hefur nú vaxið ásmeginn því hún er orðin eitt af meginviðfangsefnum í heimspeki- og eðlisfræðideildum erlendra háskóla. Þetta dæmi er auðvitað fjarstæðukennt og í grein sem ber nafnið „Rökleysis- hyggja í menntamálum" er slík rökvísi ekki til fyrirmyndar. Ég veit ekki til þess að svarta skáldkonan sem Kristján lýsir hafí nokkru sinni verið til og hef helst á tilfinningunni að hún tilheyri þeim nútíma goðsöguheimi sem kuldaboli, jólakötturinn og Leppalúði skipa í vitundarlífi íslenskrar æsku. Sú fullyrðing að hún stefni eðlisfræði- og heimspekinámi í hættu er vitanlega ekki svara verð. En þar sem einhverjir gætu enn tekið þá fullyrðingu Kristjáns trúanlega að Shakespeare hafi í bókmenntakennslu vikið fyrir ,óæðri skáldverkum svartra kvenna1 vil ég varpa fr am eftirfarandi spurningum: a) Er fjöldi fagurbókmenntaverka eða höfunda þeirra óbreytanlegur? Gerist það sjálfkrafa um leið og við förum að skoða bókmenntir nýrra rithöfunda að við fjarlægjum sama fjölda hefðbundinna höfunda úr heims- bókmenntahillunni og þá ávallt það sem hefðin telur best? Jafn gáfulegt væri að kvarta yfir Laxness-námskeiðum íslenskudeildar Háskóla íslands á þeim forsendum að þau vinni gegn markvissri fornsagnakennslu. Ef Shakespeare víkur að lokum af námsefnislistum erlendra háskóla verða ástæðurnar aðrar og flóknari. b) Af hverju skýtur þessi fullyrðing fýrst og fremst upp kollinum þegar við beinum augum að kvenrithöfundum eða höfundum úr minnihlutahóp- um? Ég hef t.d. aldrei séð þessa kenningu setta til höfuðs Faulkner- og Hemingwayfræðingum. c) Hvað í fari svörtu skáldkonunnar gerir hana svona hættulega samfé- laginu? Líkt og kennararnir í ímynduðu rétttrúnaðarnámskeiðunum eru aðeins sagðir kenna bækur vegna kyns, kynþáttar og kynhneigðar þess sem skrifar, varar Kristján við hættunni með því að gera höfundinn tortryggileg- an á sömu forsendum. Bókmenntasmekkur kennaranna er gerður hlægileg- ur með því að draga upp háðulega mynd af höfundinum, sem verður að ótrúverðugum fulltrúa pólitísks smekks. En með því að beina augum að líkama höfúndarins fellur Kristján í sömu gryfju og þeir sem hann gagnrýnir, því ætía má að þetta sé eina ástæðan fyrir því að bókmenntafræðingar kenni verk svartra kvenna. í stað þess að beina augum að góðum eða slæmum skrifum skáldkonunnar lastar hann þann líkama sem fleðuffæðingarnir lofa og einangrar hana því frekar. d) Gæti verið að svartar skáldkonur séu kenndar vegna þess að þær eru ritfærar og að framlag þeirra leiði til aukinnar menningarlegrar farsældar? Er ekki hugsanlegt að lestur á verkum þeirra geti komið „æsku landsins til þroska" og búið hana „undir líf og starf í nútímaþjóðfélagi"? Ég hefði haldið TMM 1998:1 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.