Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 100
GUÐNl ELÍSSON
að kennsla á slíkum bókum opnaði augu unga fólksins íyrir hlutskipti
annarra samfélagshópa og gæti forðað þeim frá því samfélagsböli sem
kynþáttafordómar og kvenhatur hljóta að teljast. Og er það svo ósennilegt
að verk svartra skáldkvenna segi okkur eitthvað um samtímann sem jafhvel
Shakespeare fær ekki sagt þrátt fyrir alla sína snilld? Er ást á góðum bók-
menntum ekki fullgild ástæða fyrir því að lesa og kenna bækur rithöfund-
anna Toni Morrison og Mayu Angelou?
e) Kristján telur sig sýna ffam á rofið á hefðinni með því að greina
Shakespeare frá svörtum skáldkonum. Ég er því ósammála að góð skáldverk
megi aðeins meta út frá vestrænum gildum. En aðgreiningin gefur einnig til
kynna að svartar skáldkonur geti ekki verið hluti af hefðinni. I viðtali við
Lawrence Toppman var Maya Angelou spurð hvers vegna Rússar læsu
reynslusögu svartrar stúlku. Hún sagðist skrifa um manneskjur og því væri
ekkert því til fyrirstöðu að hvítir lesendur lifðu sig inn í reynslu hennar: „Af
hverju ætti ég, svört stúlka frá Suðurríkjunum, að verða ástfangin af Tolstoi
og Dickens? Ég varð að Danton, frú Defarge og öðrum persónum A Tale of
Two Cities. Ég var Daphne du Maurier og Bronté-systur í bæ þar sem svartir
urðu að halda sig réttu megin við götuna. Þessir höfundar fræddu mig ekki
um sjálfa sig og fólk sitt, heldur um mig og það sem ég gat vonast eftir“
(Toppman 143). Við gerum iðulega þá kröfu til svartra nemenda að þeir lesi
bókmenntir hvítra þar sem þær byggi á ,sammannlegum’ grunni. Þrátt fyrir
þetta spyrja jafhvel aðdáendur svartra rithöfunda hvort hvítir geti tileinkað
sér skáldverk þeirra. Þessi mótsögn sýnir vel þá aðskilnaðarstefnu sem enn
ræður miklu um bókmenntamat margra lesenda. Dæmi Kristjáns sýnir svo
ekki verður um villst að sá ,frjálsi’ húmanismi sem hann prédikar tilheyrir
ekki öllum. Að hans mati hafa svartar skáldkonur, með því einu að færa
reynslu sína á blað, vegið að því besta sem finna má í hefðbundinni bók-
mennta-, heimspeki- og vísindahefð.
Einnig finnst mér sú staðhæfmg að svartir kvenrithöfundar séu lesnir
vegna þess að þeir urðu fyrir „kynferðislegri áreitni í bernsku af hálfu
hvítingja" óviðeigandi í grein sem prédikar vegsagnarhlutverk háskólakenn-
ara. Kristján kallar það fleðufræði að lesa og kenna verk skáldkvenna sem
hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi. Glæpurinn geri þær sjálfkrafa að
ótrúverðugum fulltrúum vondra fræða. Ég get ómögulega skilið hvers vegna
Kristján tengir fleðufræðin námskeiðum þar sem augum er beint að kúgun
kvenna. Ofbeldi gerir konur varla óritfærar? Á botni fleðufræðastigans er
námskeiðið um fötluðu, svörtu skáldkonuna sem var misnotuð af hvítum
manni. Kristján spyr ekki hvað slíkur höfundur geti haft fram að færa, eða
hvort við getum dregið lærdóm af því að lesa um ofbeldi á svörtum konum.
í samfélagi þar sem svartir voru réttlausir gátu hvítir kynferðisafbrotamenn
90
TMM 1998:1