Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 124

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 124
RITDÓMAR faðirinn. Faðirinn þekkir hann ekki og gengur framhjá syni sínum. Faðirinn er á valdi dauðaóttans, hann hefur verið snertur af dauðanum. Náttúran sem hann hefur verið að skjóta á og leika sér að hefur gert honum að þola þjáninguna sem fylgir vitundinni um hinn endan- lega aðskilnað. Aðskilnaðurinn, aðgrein- ingin er Lögmál föðurins, „nei“ föður- ins, dauðinn stendur á bak við þetta bann og gefur því alvöru og þunga. Upp- haf „föðurins" birtist sem sagt í sporum eftir fjarveru hans. Á ísnum leggst kuld- inn að Jakobi og það styttist í lokin: „I morgun lá ég uppi í rúmi og strauk mér um skrokkinn. Hann er smám sam- an að taka á sig nýja mynd. Ég strauk með fmgurgómunum niður bringuna og fann í fyrsta skipti fyrir harðri skurninni, djúpt undir húðinni, djúpt undir rifjun- um. Til að geta séð mig betur sótti ég spegil, stillti honum upp á rönd í stóln- um og þuklaði á mér brjóstkassann, kviðinn og leggina. það er ekki um að villast. Ég hef aldrei verið jafn hraustur og nú. í miðjum líkamanum situr lítill hvítur flekkur ... Ég hef ekki séð þennan flekk þarna áður en þegar kjarninn kem- ur til að finna mig á hann áreiðanlega eftir að stinga þarna upp kollinum. (223) Finnur er flúinn, æ meira af veruleika Jakobs einkennist af ofskynjunum og hann undirbýr för sína upp á fjallið og tíu ára vist sína þar af hæggengri gaum- gæfhi. Varla getur það verið sama fjall og Zarathustra kleif forðum tíð og varla verður lengra komist frá ofurmennis- hugmyndum Nietzsche en í myndinni af þeirri litlu, buguðu mannsmynd sem endar bók sína á hinni óvæntu og óstyrku spurningu: „Er ég hálfviti? (225) Snákabani er óvenjulega magnað byrj- endaverk og í raun er rangt að kalla Krist- ján B. Jónasson, sem hefur skrifað mikið um bókmenntir, „byrjanda“ á ritvellin- um. Nokkrir af Hinum Almennu Les- endum (sem Þorgeir Þorgeirson hefur kallað HALLA) hafa kvartað yfir því að bókin sé drungaleg, þung, hugmyndaleg og laus við ástríðu. H ALLAR hafa sjaldn- ast alfarið rangt fyrir sér. Sjálfur hefur höfundur í viðtölum undirstrikað að hann eigi elckert sameiginlegt með Jak- obi. Enginn er skyldugur til að trúa því. Ekki heldur yfirlýsingum um að sá ang- istarfulli meinlætalosti sem finna má í bókinni eigi elckert skylt við Biblíuna eða gamaldags „gildis-umræðu“. Bók- menntalegar textavísanir Snákabana væru nefnilega efni í aðra umsögn en betra er að bíða næstu bókar og sjá hverju fram vindur. Dagný Kristjánsdóttir „hann sagði að ég væri vont fólk“ Didda: Erta. Forlagið 1997. 126 bls. Viðtökur við hinni nýútgefnu skáldsögu eftir Diddu, Ertu, sýndu það og sönnuðu að viðtakendur áttu í megnustu vand- ræðum með að staðsetja verkið. Frá mín- um bæjardyrum séð er textinn upp- byggður með það fyrir augum að slá viðtakanda ítrekað út af laginu. Ég hélt mig í fyrstu hafa hefðbundna dagbók undir höndum, en þar sem textinn gref- ur marlcvisst undan hefðbundnu dag- bókarformi hlaut ég að missa fótanna þar. Ég gekk einnig að því sem vísu að sagan geymdi ákveðinn sögumann og í þessu tilfelli affnarkað dagbókarsjálf sem segði mér af reynslu sinni fullt trúnaðar- trausts. Ég komst þó fljódega á snoðir um það að sjálfið væri hvorki heilsteypt né væri bókmenntategundin ein. Uppbygging verksins, frá kápumynd til einstakra stílbragða, er spennuþrung- in og tekur skjótlega að þenjast út í takt við mismunandi væntingar lesanda. Kápumyndin og uppsetning textans virðist, við fyrstu sýn, gefa til kynna að 114 TMM 1998:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.