Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 124
RITDÓMAR
faðirinn. Faðirinn þekkir hann ekki og
gengur framhjá syni sínum. Faðirinn er
á valdi dauðaóttans, hann hefur verið
snertur af dauðanum. Náttúran sem
hann hefur verið að skjóta á og leika sér
að hefur gert honum að þola þjáninguna
sem fylgir vitundinni um hinn endan-
lega aðskilnað. Aðskilnaðurinn, aðgrein-
ingin er Lögmál föðurins, „nei“ föður-
ins, dauðinn stendur á bak við þetta
bann og gefur því alvöru og þunga. Upp-
haf „föðurins" birtist sem sagt í sporum
eftir fjarveru hans. Á ísnum leggst kuld-
inn að Jakobi og það styttist í lokin:
„I morgun lá ég uppi í rúmi og strauk
mér um skrokkinn. Hann er smám sam-
an að taka á sig nýja mynd. Ég strauk með
fmgurgómunum niður bringuna og
fann í fyrsta skipti fyrir harðri skurninni,
djúpt undir húðinni, djúpt undir rifjun-
um. Til að geta séð mig betur sótti ég
spegil, stillti honum upp á rönd í stóln-
um og þuklaði á mér brjóstkassann,
kviðinn og leggina. það er ekki um að
villast. Ég hef aldrei verið jafn hraustur
og nú. í miðjum líkamanum situr lítill
hvítur flekkur ... Ég hef ekki séð þennan
flekk þarna áður en þegar kjarninn kem-
ur til að finna mig á hann áreiðanlega
eftir að stinga þarna upp kollinum. (223)
Finnur er flúinn, æ meira af veruleika
Jakobs einkennist af ofskynjunum og
hann undirbýr för sína upp á fjallið og
tíu ára vist sína þar af hæggengri gaum-
gæfhi. Varla getur það verið sama fjall og
Zarathustra kleif forðum tíð og varla
verður lengra komist frá ofurmennis-
hugmyndum Nietzsche en í myndinni af
þeirri litlu, buguðu mannsmynd sem
endar bók sína á hinni óvæntu og
óstyrku spurningu: „Er ég hálfviti? (225)
Snákabani er óvenjulega magnað byrj-
endaverk og í raun er rangt að kalla Krist-
ján B. Jónasson, sem hefur skrifað mikið
um bókmenntir, „byrjanda“ á ritvellin-
um. Nokkrir af Hinum Almennu Les-
endum (sem Þorgeir Þorgeirson hefur
kallað HALLA) hafa kvartað yfir því að
bókin sé drungaleg, þung, hugmyndaleg
og laus við ástríðu. H ALLAR hafa sjaldn-
ast alfarið rangt fyrir sér. Sjálfur hefur
höfundur í viðtölum undirstrikað að
hann eigi elckert sameiginlegt með Jak-
obi. Enginn er skyldugur til að trúa því.
Ekki heldur yfirlýsingum um að sá ang-
istarfulli meinlætalosti sem finna má í
bókinni eigi elckert skylt við Biblíuna eða
gamaldags „gildis-umræðu“. Bók-
menntalegar textavísanir Snákabana
væru nefnilega efni í aðra umsögn en
betra er að bíða næstu bókar og sjá hverju
fram vindur.
Dagný Kristjánsdóttir
„hann sagði að ég væri vont
fólk“
Didda: Erta. Forlagið 1997. 126 bls.
Viðtökur við hinni nýútgefnu skáldsögu
eftir Diddu, Ertu, sýndu það og sönnuðu
að viðtakendur áttu í megnustu vand-
ræðum með að staðsetja verkið. Frá mín-
um bæjardyrum séð er textinn upp-
byggður með það fyrir augum að slá
viðtakanda ítrekað út af laginu. Ég hélt
mig í fyrstu hafa hefðbundna dagbók
undir höndum, en þar sem textinn gref-
ur marlcvisst undan hefðbundnu dag-
bókarformi hlaut ég að missa fótanna
þar. Ég gekk einnig að því sem vísu að
sagan geymdi ákveðinn sögumann og í
þessu tilfelli affnarkað dagbókarsjálf sem
segði mér af reynslu sinni fullt trúnaðar-
trausts. Ég komst þó fljódega á snoðir
um það að sjálfið væri hvorki heilsteypt
né væri bókmenntategundin ein.
Uppbygging verksins, frá kápumynd
til einstakra stílbragða, er spennuþrung-
in og tekur skjótlega að þenjast út í takt
við mismunandi væntingar lesanda.
Kápumyndin og uppsetning textans
virðist, við fyrstu sýn, gefa til kynna að
114
TMM 1998:1