Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Síða 13

Frjáls verslun - 01.10.2007, Síða 13
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 13 Forsíðuviðtal S elur fyndni í auglýsingum? Það er stóra spurningin. Hlær fólk að brandaranum en gleymir vörunni sem er verið að auglýsa? Grínistinn og leikarinn Jón Gnarr telst núna í fremstu röð í heimi auglýsinganna – bæði sem leikari og hugmyndasmiður á auglýsingastofu. Hann segir það ákveðna tegund leiklistar að nota kómedíu til að koma skilaboðum á framfæri í auglýsingum – sérstaklega ef grínið meitlar og áréttar skilaboðin. En hann segist líka margoft hafa séð fyndnar auglýsingar en ekki muna hvað verið var að auglýsa í þeim. Þannig geti fyndnar auglýsingar orðið absúrd og hætt að þjóna þeim tilgangi að fræða og upplýsa um ákveðna þjónustu eða vöru. Jón Gnarr er maðurinn á bak við umtöluðustu auglýsingu ársins, auglýsingu Símans á nýjum myndsíma. Setningar úr auglýsingunni eru að verða að þekktum frösum manna á meðal. Eins og: „Er búið að segja gjörið svo vel?“ og „Við erum hér, hvar ert þú?“ Allir hafa skoðun á auglýsingu Símans sem sniðin er að „síðustu kvöldmáltíðinni“ og var sett á markaðinn seinni partinn í sumar. Auglýsingin þykir fyndin – en samt vera mjög á mörkunum. Fer hún yfir strikið? Það er nú það. En hún fór í upphafi mjög fyrir brjóstið á fólki. Líklegast ekki lengur. Hún hefur vanist vel og þeir sem voru á móti henni í fyrstu eru orðnir mýkri gagnvart henni núna. Jón Gnarr starfar núna hjá auglýsingastofunni ENNEMM sem hugmyndasmiður og hann er kominn með vinnutímann 9-5. Þú réðst þig í starf hugmyndasmiðs hjá auglýsingastofunni ENNEMM nú í haust - hvernig kom það til? „Mér hefur fundist auglýsingamarkaðurinn spennandi vettvangur sem mig hefur langað til að spreyta mig á enda þekkti ég hann aðeins fyrir. Áhugi minn hefur einnig aukist í takt við þróun íslenskra auglýsinga sem á síðustu árum eru farnar að vera svo góðar og skemmtilegar. Það eru ákveðnir möguleikar fólgnir í auglýsingageiranum fyrir mann eins og mig og þar fæ ég m.a. tækifæri til að takast á við verkefni sem ég fengi ekki að gera annars staðar. Auglýsingamennskan á því mjög vel við mig.“ Hvernig fæddist hugmyndin að hinni framúrstefnulegu auglýsingu Símans? „Símauglýsingin með G3 herferðinni var eitt af fyrstu verkefnunum sem ég fékk hjá ENNEMM. Ég vissi ekki einu sinni hvað G3 var en las mér til á netinu. Ég fór svo að velta fyrir mér nokkrum hugmyndum sem ég fékk í félagi við aðra starfsmenn á auglýsingastofunni. Þegar ég var að hefja störf hjá ENNEMM var ég með eigin skrifstofu í JL húsinu hjá Reykjavíkurakademíunni þar sem ég ætlaði að vinna í gegnum netið og síma. Ég var að innrétta það herbergi og vantaði borð undir hraðsuðuketil og skrapp því í Góða hirðinn en þar sá ég eftirprentun af málverki Leonardo da Vincis, síðustu kvöldmáltíðinni, á 300 krónur. Ég ákvað að kaupa myndina og hengdi hana upp á vegg í skrifstofunni. Settist svo niður og fór að vinna. Ég horfði stundum á myndina og eitt sinn flaug mér í hug: „Hvað ef þessir karlar hefðu haft TExTI: hruND haukSDóttir • MYNDIR: geir óLaFSSoN o. fl. Fyndni í auglýsingum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.