Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7
DAGBÓK I N
Bjarni Ármannsson væri að
vísu farinn frá borði í REi. Kaup-
réttarsamningar REi-manna
væru úr sögunni. En takið eftir;
vinnuskjalið gerir ráð fyrir að
starfsmenn REi geti unnið fyrir
GGE eins og ef af samrunanum
hefði orðið.
Er nema von að menn hafi
spurt sig hvort Svandís myndi
enda á að feta í fótspor Vil-
hjálms, fyrrverandi borgarstjóra,
því það væri bitamunur en ekki
fjár á tillögum þeirra tveggja.
Hvaða prinsipp-munur er á að
sameina fyrirtækin eða að REi
eigi þar 25% hlut og sé í hópi
stærstu hluthafa?
Er Svandís Vilhjálmur í dular-
gervi þegar kemur að REi-mál-
inu?
21. nóvember
Sölutryggja hlutafjár
útboð kaupþings
Morgunblaðið sagði frá því
að Kaupþing hefði lokið samn-
ingum við erlenda banka um
að þeir sölutryggðu hlutafjár-
útboð Kaupþings sem ráðist
verður í á næstunni. Sam-
kvæmt fréttinni verða boðnar
út um 200 milljónir nýrra
hluta í bankanum á gengi litlu
lægra en markaðsgengi (sem
er 886 þegar þetta er skrifað
5. des.).
Stór hluti útboðsins fer
til JC Flowers og félaga sem
greiðsla fyrir hollenska bank-
ann NiBC sem Kaupþing
keypti í sumar. Samið var
um þann hluta, ásamt þeim
hluta sem JP Morgan og fleiri
erlendir bankar kaupa.
Össur Skarphéðinsson fór mikinn á blogg-
síðu sinni aðfararnótt laugardagsins 24.
nóvember sl. Þar sagði hann frá „gríð-
arlegum skemmdarverkum sexmenning-
anna“ í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis-
flokksins.
Lítum betur á bloggið: „Eftir hörð átök
um REi, þar sem súru sexmenningarnir
í borgarstjórnarflokki íhaldsins réðust
af kjafti og klóm gegn samruna REi við
Geysi Green hafa talsmenn flokksins gjör-
snúist í málinu.“
Síðan kemur þessi áhugaverða túlkun
Össurar á því sem er að gerast í REi-mál-
inu:
„Júlíus Vífill var í fréttum, og ég heyrði
ekki betur en hann hefði nú tekið upp
afstöðu iðnaðarráðherra, sem sjálfur
óttaðist að hann væri orðinn einn eftir í
útrásinni.
Aldeilis ekki. Júlíus Vífill, og þar með
íhaldið, vill nú að REi starfi með öðrum
félögum, og jafnvel sameinist þeim og
vinni saman að tilteknum verkefnum.
Því miður er þetta líklega of seint.
Harðvítugustu innanflokksátök seinni
ára í Sjálfstæðisflokknum hafa því miður
nánast ónýtt vörumerkið REi hvað útrás
varðar, og stórskaðað viðskiptavild Orku-
veitunnar. Skemmdarverk þeirra má lík-
lega meta á milljarðatugi ef miðað er við
þá framvindu sem var
í kortunum.
Svæðin, sem ég
hafði milligöngu um í
indónesíu og á Filipps-
eyjum að gengu til
REi voru hvort um sig
kringum 60 milljarða
dollara virði. Þannig
seldust svipuð svæði
á frjálsum markaði í
sömu viku. Nú renna
þau líklega - og
eðlilega í stöðunni
- til Geysis Green.
Einungis það má
meta á 6-7 milljarða
verðmætatap, sem
einungis varð vegna
klúðurs sexmenninganna.
Þau gerðu sér leik að því að ganga
með sleggju á REi í ofstopa sínum í
aðförinni að Vilhjálmi Vilhjálmssyni borg-
arstjóra. Ég hika ekki við að meta kostn-
aðinn af skemmdum þeirra á REi á tugi
milljarða. Þá er ótalinn skaðinn sem hlýst
af missi lykilmanna en flótti þeirra virðist
brostinn á, og láir þeim enginn.
Sárast finnst mér að sjá hvernig
búið er að særa stolt starfsmanna Orku-
veitunnar, sem á undraskömmum tíma
byggðu upp glæsilegasta
og framsæknasta orku-
fyrirtæki í heiminum, og
hafa mátt þola pústra og
orðahnippingar af hálfu
kjörinna borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins.
Menn skulu ekki fara
neitt í grafgötur með
það, að valdarán sex-
menninganna í borgar-
stjórnarflokki íhaldsins,
sem framið var til að
svala særðum metnaði,
hefur haft ótrúleg verð-
mæti af Reykvíkingum,
og laskað Orkuveituna
og starfsmenn hennar
gríðarlega.
Svo endar þessi farsi á því að Júlíus
Fífill snýr gjörsamlega við blaðinu fyrir
þeirra hönd, og vill nú sameiningu REi
við önnur útrásarfyrirtæki, samstarf um
verkefni, og sértæka sameiningu um ein-
stakar virkjanir. Er þetta lið með réttu
ráði?“
Það er ekki oft sem ráðherrar blogga
svona - og hvað þá á nóttunni. En hvers
vegna hringdi Össur ekki í Dag borgar-
stjóra fyrr um daginn og lét hann kippa
þessu klúðri sexmenninganna í liðinn?
24. nóvember
öSSuR í Ham á nætuRnaR
Össur Skarphéðinsson í nætur
blogginu: „Svæðin, sem ég hafði
milligöngu um á Indónesíu og
Filippseyjum að gengu til REI voru
hvort um sig kringum 60 milljarða
dollara virði.“