Frjáls verslun - 01.10.2007, Side 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7
DAGBÓK I N
Fall hlutabréfa og uppstokk-
unin í FL Group hafa auðvitað
verið heitustu málin í viðskipta-
lífinu undanfarið. Nóvember var
versti mánuður í Kauphöllinni
frá upphafi. Ekki byrjaði des-
ember heldur vel og er óhætt
að segja að markaðurinn sé
í uppnámi - og er þá vægt til
orða tekið. Öll hækkun ársins á
markaðnum er gengin til baka.
Frétt fréttanna er samt
uppstokkunin hjá FL Group
þar sem Baugur og Jón Ásgeir
Jóhannesson tóku öll völd
í félaginu og komu því til
aðstoðar með því leggja eigna-
safn Baugs í fasteignafélögum
inn í félagið sem nýtt hlutafé.
Um er að ræða allar eignir
félagsins í fasteignafélögum.
Gengið í þessum viðskiptum
var 14,7 eða fjórðungi lægra
en gengið hafði verið í síðustu
viðskiptum, þ.e. 19,25. Þetta
hafði í för með sér að gengið
hríðféll þegar Kauphöllin opn-
aði morguninn eftir. Sú lækkun
kom í kjölfarið á því að gengi
félagsins hafði hrapað um 7,9%
mánudaginn 3. desember.
Þá eru það auðvitað stór-
tíðindi að Hannes Smárason,
einhver sókndjarfasti forstjóri
viðskiptalífsins, sé hættur
sem forstjóri félagsins. Það
hefði þótt óhugsandi fyrir einu
ári. Jón Sigurðsson, aðstoðar-
forstjóri FL Group, tók við for-
stjórastarfinu.
Uppstokkunin á FL Group
var kynnt til sögunnar á blaða-
mannafundi síðdegis 4. des-
ember og kom fram að eigið
fé félagsins yrði aukið um 64
milljarða og færi í 180 milljarða
króna. Þar af kæmi Baugur
með um 54 milljarða króna en
fagfjárfestar 10 milljarða. Eftir
þessi viðskipti yrði Baugur
Group stærsti hluthafinn í FL
Group og færi eignarhluturinn
úr 17,7% í rösk 38% í fyrsta
áfanga hlutafjáraukningarinnar
en á næsta ári yrði hlutur
Baugs minnkaður niður í
35,9%.
Við þetta tækifæri sagði Jón
Ásgeir Jóhannesson, stjórnar-
formaður FL Group, að félagið
væri að draga úr markaðs-
áhættu og „verja eiginfjárgrunn-
inn“. Síðan sagði Jón Ásgeir:
„Menn munu ganga hægt um
gleðinnar dyr í nýjum fjárfest-
ingum, heldur velja þær mjög
vandlega í framtíðinni.“
En lítum á þessi viðskipti
tæknilega. Þau eru frekar flókin
og um margs konar viðskipti er
að ræða. En heildarmyndin er
skýr, Baugur setur öll fasteigna-
félög sín inn í FL Group til að
styrkja það félag.
FL Group byrjaði á að kaupa
eignasafn Baugs í fasteignafé-
5. desember
Jón Ásgeir Jóhannesson:
við ERum að vERja EiGinfjáRGRunninn í fl GRoup
Hannes Smárason,
fráfarandi forstjóri
FLGroup, Jón Ásgeir
Jóhannesson,
stjórnarformaður
og Jón Sigurðs
son, nýr forstjóri,
sátu fyrir svörum á
blaðamannafundi
4. desember.