Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Síða 29

Frjáls verslun - 01.10.2007, Síða 29
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 29 DAGBÓK I N 5. desember dan­skar fast­eign­ir t­il bjargar fl Group­ Fjölmiðlar voru duglegir að segja frá viðbrögðum danskra fjölmiðla við uppstokkuninni hjá FL Group. „Danskar fast- eignir til bjargar FL Group,“ var fyrirsögn á forsíðu danska við- skiptablaðsins Börsen daginn eftir viðskiptin. Flest helstu blöð Danmerkur fjölluðu um hlutafjáraukningu FL Group og sögðu mest frá danska hluta málsins og að eign Baugs í norræna fasteigna- félaginu Landic væri rennt inn í FL Group en Landic á fjölda fasteigna í Kaupmannahöfn. Stærsta dagblað Dana, Jótlandspósturinn, sagði á við- skiptasíðu blaðsins að íslenski fjármálaheimurinn væri skjálf- andi spilaborg og að FL Group væri fyrsta fórnarlambið. 5. desember Han­n­es hefur t­íu daga t­il að­ fin­n­a 6,3 milljarð­a Hannes Smárason þarf að hafa hraðar hendur við að fjármagna kaupin á 23% hlut í Geysi Green Energy af FL Group. Fram kom í fjölmiðlum að hann hefði tíu daga til að finna 6,3 milljarða til að kaupa hlutinn. FL Group er stærsti hluthafinn í Geysi Green Energy og á þar 43% hlut sem metinn er á 11 milljarða króna í bókhaldi FL Group. Hannes mun kaupa rúmlega helminginn af þessum hlut FL Group og eignast þar með um 23% í Geysi Green Energy. Talið er líklegt að hann muni fjármagna þau kaup með sölu á hluta af bréfum sínum í FL Group. 6. desember Hlut­ur fl í Geysi met­in­n­ á 11 milljarð­a Fl Group er stærsti hluthafi Geysis Green Energy og á 43% í félaginu sem stofnað var í byrjun þessa árs. Nú er stefnt að því að félag í eigu Hannesar Smárasonar, fráfarandi forstjóra FL Group og stjórnarformanns Geysis Green, kaupi 23% eignarhlut í Geysi Green Energy af FL Group. Eignarhlutur FL Group í Geysi eftir viðskiptin yrði því 20,0%. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá FL Group í gær er verðmæti hlutar FL Group í Geysir Green Energy bókfært um 11 milljarðar kr. í bókhaldi FL Group. Er hér um uppfært mat að ræða sem félagið kynnti í október vegna uppgjörs á þriðja ársfjórðungi. 6. desember verð­mæt­i Ex­ist­a féll um 33 milljarð­a í vikun­n­i Hræringarnar í kringum FL Group hafa haft áhrif á allan markaðinn og hann hefur hikstað verulega. Þannig sagði Morgunblaðið t.d. frá því að fjárfestingarfélagið Exista, aðaleigandi Kaupþings, Símans og Bakkavarar Group, hefði lækkað verulega og fallið um 33 milljarða fyrst þrjá dagana í fyrstu viku desember. Verð hlutabréfa í félaginu hefur hríðfallið síðan það náði hápunkti sínum um mitt sumar. Lækkunin nemur nú 43% á fimm mánuðum sem þýðir að nærri 200 milljarðar króna hafa þar farið forgörðum. Morgunblaðið rifjaði það upp að einn hlutur í Exista hefði kostað 22 krónur fyrir einu ári. Verðið hefði tvöfaldast á fyrri hluta ársins og farið í 40,25. Fimmtudaginn 6. desember var gengið komið í 22,50 og nálgast skráningarverð félagsins á hlutabréfamarkaði í fyrrahaust. Magasin du Nord er nú k­omið­ í­ eigu FL Group.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.