Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 29

Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 29
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 29 DAGBÓK I N 5. desember dan­skar fast­eign­ir t­il bjargar fl Group­ Fjölmiðlar voru duglegir að segja frá viðbrögðum danskra fjölmiðla við uppstokkuninni hjá FL Group. „Danskar fast- eignir til bjargar FL Group,“ var fyrirsögn á forsíðu danska við- skiptablaðsins Börsen daginn eftir viðskiptin. Flest helstu blöð Danmerkur fjölluðu um hlutafjáraukningu FL Group og sögðu mest frá danska hluta málsins og að eign Baugs í norræna fasteigna- félaginu Landic væri rennt inn í FL Group en Landic á fjölda fasteigna í Kaupmannahöfn. Stærsta dagblað Dana, Jótlandspósturinn, sagði á við- skiptasíðu blaðsins að íslenski fjármálaheimurinn væri skjálf- andi spilaborg og að FL Group væri fyrsta fórnarlambið. 5. desember Han­n­es hefur t­íu daga t­il að­ fin­n­a 6,3 milljarð­a Hannes Smárason þarf að hafa hraðar hendur við að fjármagna kaupin á 23% hlut í Geysi Green Energy af FL Group. Fram kom í fjölmiðlum að hann hefði tíu daga til að finna 6,3 milljarða til að kaupa hlutinn. FL Group er stærsti hluthafinn í Geysi Green Energy og á þar 43% hlut sem metinn er á 11 milljarða króna í bókhaldi FL Group. Hannes mun kaupa rúmlega helminginn af þessum hlut FL Group og eignast þar með um 23% í Geysi Green Energy. Talið er líklegt að hann muni fjármagna þau kaup með sölu á hluta af bréfum sínum í FL Group. 6. desember Hlut­ur fl í Geysi met­in­n­ á 11 milljarð­a Fl Group er stærsti hluthafi Geysis Green Energy og á 43% í félaginu sem stofnað var í byrjun þessa árs. Nú er stefnt að því að félag í eigu Hannesar Smárasonar, fráfarandi forstjóra FL Group og stjórnarformanns Geysis Green, kaupi 23% eignarhlut í Geysi Green Energy af FL Group. Eignarhlutur FL Group í Geysi eftir viðskiptin yrði því 20,0%. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá FL Group í gær er verðmæti hlutar FL Group í Geysir Green Energy bókfært um 11 milljarðar kr. í bókhaldi FL Group. Er hér um uppfært mat að ræða sem félagið kynnti í október vegna uppgjörs á þriðja ársfjórðungi. 6. desember verð­mæt­i Ex­ist­a féll um 33 milljarð­a í vikun­n­i Hræringarnar í kringum FL Group hafa haft áhrif á allan markaðinn og hann hefur hikstað verulega. Þannig sagði Morgunblaðið t.d. frá því að fjárfestingarfélagið Exista, aðaleigandi Kaupþings, Símans og Bakkavarar Group, hefði lækkað verulega og fallið um 33 milljarða fyrst þrjá dagana í fyrstu viku desember. Verð hlutabréfa í félaginu hefur hríðfallið síðan það náði hápunkti sínum um mitt sumar. Lækkunin nemur nú 43% á fimm mánuðum sem þýðir að nærri 200 milljarðar króna hafa þar farið forgörðum. Morgunblaðið rifjaði það upp að einn hlutur í Exista hefði kostað 22 krónur fyrir einu ári. Verðið hefði tvöfaldast á fyrri hluta ársins og farið í 40,25. Fimmtudaginn 6. desember var gengið komið í 22,50 og nálgast skráningarverð félagsins á hlutabréfamarkaði í fyrrahaust. Magasin du Nord er nú k­omið­ í­ eigu FL Group.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.