Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Side 53

Frjáls verslun - 01.10.2007, Side 53
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 53 Carso – nafnið er samsett úr nafni hans og eiginkonunnar – og það er nú kjarninn í fjármálaveldi hans. Hægt og rólega jók Slim umsvif sín, keypti flöskuverksmiðju – hann er núna einn stærsti gosdrykkjaframleiðandi Mexíkó – og fór út í fasteignaviðskipti og verktakastarfsemi sem er enn drjúgur liður í umsvifum hans. Það virtist rífandi uppgangur í Mexíkó á 8. áratugnum og Slim var hluti af honum. Uppsveiflan var þó ekki haldgóð og þegar leið á 1982 voru öll sígild merki um yfirvofandi kreppu: erlendar skuldir höfðu hlaðist upp, landsframleiðslan dregist saman, verðbólgan var 100 prósent og gengi mexíkóska pesósins hafði hrunið. Efnahagslegar kollsteypur bárust yfir í stjórnmálakerfið þar sem spillingin var viðloðandi. Níundi áratugurinn í Mexíkó var markaður þessum sviptingum. Margir misstu allt sitt, bil milli fátækra og ríkra jókst til muna. p i s t i l l s i g r ú n a r d a v í ð s d ó t t u r RíkAStI mAðUR veRALdAR Slim er opinberlega ekki kominn í efsta sæti Forbes-listans en allar líkur á að hann tróni á toppnum á næsta ári. Mexíkóski auðkýfingurinn Carlos Slim Helù. Það flæddi mikið fé úr landi þegar heimurinn og margir heimamenn misstu trúna á landinu en Slim var einn af þeim sem ákvað að halda trúnaði við heimalandið og þrauka. Í stað þess að fara með allt sitt úr landi keypti hann nú í gríð og erg fyrirtæki sem enginn vildi líta við, þar á meðal tryggingarfyrirtæki, hótelkeðju og kjörbúðir – og hann átti ekki eftir að þurfa að sjá eftir því. einkavæðing með ólígarkastæl Þegar efnahagur Mexíkó fór að rétta úr kútnum undir 1990 stóð Slim með pálmann í höndunum, öllu heldur eignarhaldið á fjölmörgum fyrirtækjum á flestum sviðum, ekki síst í verslun og viðskiptum. Eftir að Bretland hafði hrint af stað umfangsmikilli einkavæðingu undir stjórn Margaret Thatchers á níunda áratugnum varð tíundi áratugurinn áratugur einkavæðingarinnar víða um heim og þá líka í Mexíkó. Í samvinnu við France Telecom og bandaríska fjárfesta keypti Slim ríkissímafyrirtækið Teléfonos de México, Telmex. Í kaupsamningnum 1992 fólst að Telmex héldi einkarétti til símareksturs næstu sjö árin sem styrkti nýja fyrirtækið ómælt á þeim tíma þegar símafyrirtæki um allan heim voru ákaft að breiða úr sér heima og heiman. Það hefur varla skaðað að Slim hafði lagt fé í flokkssjóði Carlos Salinas de Gortari forseta Mexíkós sem stjórnaði landinu á þessum árum og um leið einkavæðingunni. Telmex ræður yfir 92 prósentum af símalínum landsins. Farsímafyrirtæki Slims, Telcel, er með markaðshlutdeild upp á áttatíu prósent. Slim hefur síðan losað sig við fyrri meðeigendur og verið laginn að bægja keppinautum frá, þar á meðal stóru erlendu símafélögunum, meðan hans eigin símafélög hafa vaxið erlendis: mesti vöxturinn í veldi hans er nú í América Móvil sem er stærsta fyrirtæki álfunnar á sviði farsíma og netþjónustu með yfir 100 milljónir viðskiptavina um alla Suður-Ameríku. Gagnrýnendur benda á að í stað ríkiseinokunar í mexíkóska símageiranum sé nú komin einokun og fákeppni fyrirtækja Slims. Afskipti hans af uppbyggingu gamla bæjarins © I P A I m A g e s /C o r b Is

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.