Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 53
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 53 Carso – nafnið er samsett úr nafni hans og eiginkonunnar – og það er nú kjarninn í fjármálaveldi hans. Hægt og rólega jók Slim umsvif sín, keypti flöskuverksmiðju – hann er núna einn stærsti gosdrykkjaframleiðandi Mexíkó – og fór út í fasteignaviðskipti og verktakastarfsemi sem er enn drjúgur liður í umsvifum hans. Það virtist rífandi uppgangur í Mexíkó á 8. áratugnum og Slim var hluti af honum. Uppsveiflan var þó ekki haldgóð og þegar leið á 1982 voru öll sígild merki um yfirvofandi kreppu: erlendar skuldir höfðu hlaðist upp, landsframleiðslan dregist saman, verðbólgan var 100 prósent og gengi mexíkóska pesósins hafði hrunið. Efnahagslegar kollsteypur bárust yfir í stjórnmálakerfið þar sem spillingin var viðloðandi. Níundi áratugurinn í Mexíkó var markaður þessum sviptingum. Margir misstu allt sitt, bil milli fátækra og ríkra jókst til muna. p i s t i l l s i g r ú n a r d a v í ð s d ó t t u r RíkAStI mAðUR veRALdAR Slim er opinberlega ekki kominn í efsta sæti Forbes-listans en allar líkur á að hann tróni á toppnum á næsta ári. Mexíkóski auðkýfingurinn Carlos Slim Helù. Það flæddi mikið fé úr landi þegar heimurinn og margir heimamenn misstu trúna á landinu en Slim var einn af þeim sem ákvað að halda trúnaði við heimalandið og þrauka. Í stað þess að fara með allt sitt úr landi keypti hann nú í gríð og erg fyrirtæki sem enginn vildi líta við, þar á meðal tryggingarfyrirtæki, hótelkeðju og kjörbúðir – og hann átti ekki eftir að þurfa að sjá eftir því. einkavæðing með ólígarkastæl Þegar efnahagur Mexíkó fór að rétta úr kútnum undir 1990 stóð Slim með pálmann í höndunum, öllu heldur eignarhaldið á fjölmörgum fyrirtækjum á flestum sviðum, ekki síst í verslun og viðskiptum. Eftir að Bretland hafði hrint af stað umfangsmikilli einkavæðingu undir stjórn Margaret Thatchers á níunda áratugnum varð tíundi áratugurinn áratugur einkavæðingarinnar víða um heim og þá líka í Mexíkó. Í samvinnu við France Telecom og bandaríska fjárfesta keypti Slim ríkissímafyrirtækið Teléfonos de México, Telmex. Í kaupsamningnum 1992 fólst að Telmex héldi einkarétti til símareksturs næstu sjö árin sem styrkti nýja fyrirtækið ómælt á þeim tíma þegar símafyrirtæki um allan heim voru ákaft að breiða úr sér heima og heiman. Það hefur varla skaðað að Slim hafði lagt fé í flokkssjóði Carlos Salinas de Gortari forseta Mexíkós sem stjórnaði landinu á þessum árum og um leið einkavæðingunni. Telmex ræður yfir 92 prósentum af símalínum landsins. Farsímafyrirtæki Slims, Telcel, er með markaðshlutdeild upp á áttatíu prósent. Slim hefur síðan losað sig við fyrri meðeigendur og verið laginn að bægja keppinautum frá, þar á meðal stóru erlendu símafélögunum, meðan hans eigin símafélög hafa vaxið erlendis: mesti vöxturinn í veldi hans er nú í América Móvil sem er stærsta fyrirtæki álfunnar á sviði farsíma og netþjónustu með yfir 100 milljónir viðskiptavina um alla Suður-Ameríku. Gagnrýnendur benda á að í stað ríkiseinokunar í mexíkóska símageiranum sé nú komin einokun og fákeppni fyrirtækja Slims. Afskipti hans af uppbyggingu gamla bæjarins © I P A I m A g e s /C o r b Is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.