Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 69

Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 69
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 69 heildarveltu BTX Group tengist BLEND en auk þess á fyrirtækið meðal annars merkin 4 you, Blu di blu, Be young, Lego, Psycho Cowboy, Fransa og Franck Q. Vörurnar eru hannaðar í Danmörku. BLEND-vörur eru seldar í 44 löndum og um 150 BLEND- verslanir eru reknar í 12 löndum. Í verslununum eru seldar vörur frá BLEND, BLENDshe, 4YOU og Psycho Cowboy. Markmið forsvarsmanna BTX Group er að fyrirtækið verði árið 2010 orðið meðal tíu stærstu fyrirtækja í Evrópu og þeir áætla að fyrir árið 2020 verði það eitt af 20 stærstu fyrirtækjum í heiminum. Gæði á góðu verði Hilmar og Laufey opnuðu fyrstu BLEND-verslunina í heiminum í Smáralind fyrir fjórum árum. Ári síðar opnuðu þau BLEND-verslun í Kringlunni og síðan hefur bæst við verslun í Keflavík. Hilmar og Laufey leggja áherslu á að verslanirnar séu ólíkar og þær eru ekki með sömu vörurnar. „Línan er svo breið að hún býður upp á það,“ segir Laufey. Í byrjun voru aðeins seldar herravörur í verslununum enda framleiddi BLEND í fyrstu þær eingöngu. Undanfarin ár hafa einnig verið framleidd föt á dömur auk þess sem framleiddir eru skór og ýmsir fylgihlutir. „BLEND-verslanirnar okkar hér á landi eru á meðal fimm best reknu BLEND-verslana í heiminum,“ segir Hilmar. „Það var aðalástæðan fyrir því að forsvarsmenn BTX Group buðu okkur Laufeyju að taka þátt í enn frekari vexti fyrirtækisins.“ Hjónunum bauðst að reka BLEND-verslanir í Danmörku í samvinnu við aðra og í dag eiga þau helming í tveimur verslunum í Kaupmannahöfn og þau réðu því hvar þær yrðu opnaðar, báðar eru í stórum verslunarmiðstöðvum Field's og Fisketorvet. Systir Laufeyjar bjó úti í tvö ár og sá um rekstur verslananna. Hún er nú komin heim og annar Íslendingur tekinn við. „Línurnar hjá BLEND eru stórar,“ segir Hilmar. „Viðskiptavinir okkar eru á ýmsum aldri, margar línur eru í sama merki og þannig geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Til að mynda fást hettupeysur

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.