Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 70

Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 og gallabuxur fyrir yngra fólkið og allt upp í jakkaföt, skyrtur og bindi auk ýmissa aukahluta. Markmið BLEND hefur verið að framleiða vörur fyrir alla en fyrst og fremst stílað á hversdagsfatnað. BLEND hefur frá byrjun verið í samkeppni við þá sem framleiða ódýr föt en gæðin eru samt mikil – það er mikill misskilningur að ódýr fatnaður þurfi að vera lélegri enda er hann það sjaldnast. Við seljum rúmlega 120.000 stykki af fatnaði á ári og fáum lítið inn af gölluðum vörum. Það segir mikið.“ Vex og dafnar Ársveltan í BLEND-verslununum í Smáralind og Kringlunni hefur vaxið jafnt og þétt frá byrjun. „Við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur,“ segir Laufey. „Við erum nýbúin að bæta við merkjunum 4YOU og Psycho Cowboy og við breikkuðum vöruúrvalið talsvert með því, höfum stækkað verslunina í Smáralind töluvert og ætlum að stækka verslunarrýmið í Kringlunni á næsta ári um 80 fermetra. Við ætlum að láta fyrirtækið vaxa og dafna.“ Hilmar bendir á að erfitt sé að bera saman verslanirnar á Íslandi og í Danmörku þar sem verslanirnar í Danmörku þurfi ákveðinn tíma til að ná fótfestu. ,,Það er enginn „að missa sig“ þegar verslun er opnuð í Kaupmannahöfn. Þegar verslun er opnuð á Íslandi er stundum eins og viðskiptavinir haldi að hún verði opin í viku og að þeir séu að missa af einhverju. Úti þarf hins vegar þolinmæði, þar er margt í boði og því erfiðara að fá viðskiptavini. Danir eru fastmótaðri í hvað þeir leita eftir. Þeir eru kannski ákveðnir í að fara í verslunarmiðstöðvar og leita að ákveðinni peysu eða gallabuxum, þeir fara á milli verslana og eru búnir að ákveða hvað þeir ætla að eyða miklu. Íslendingar er tilbúnir að eyða meiru í fatnað.“ Laufey tekur undir þessi orð. „Verslunarmynstrið hjá Dönum er allt öðruvísi en hjá Íslendingum. Danir hugsa sig meira um áður en þeir versla. Við hugsum minna og látum bara vaða.“ Laufey nefnir líka mun á starfsfólki í löndunum tveimur. ,,Íslendingar hugsa allt öðruvísi og erum alltaf tilbúnir að vinna. Daninn rekur viðskiptavinina út þegar komið er að lokunartíma.“ Aðaláhugamálið Hilmar og Laufey eiga þrjá syni; fjögurra, átta og sautján ára. Þá á Hilmar rúmlega tvítuga dóttur sem vinnur hjá fyrirtækinu. Tvær systur Laufeyjar og mágur hennar vinna á skrifstofunni. „Mér finnst það vera forréttindi að vinna með eiginmanninum og það hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Laufey. „Við erum með ákveðna verkaskiptingu – Hilmar sér um heildsöluna og ég kem meira að verslununum, svo sem innkaupum og starfsmannamálum.“ Þegar hjónin koma heim seinni partinn og eru búin að gefa börnunum að borða fara þau oftast að tala um fyrirtækið því þau segja það jú vera sitt stærsta áhugamál. „Við tökum á daglegum málum frá 8-17,“ segir Laufey. „Við höfum hins vegar tekið flestar okkar stærstu ákvarðanir um fyrirtækið í gönguferðum um Elliðaárdalinn eða í bíltúrum.“ Þá fara þau mikið til útlanda vegna vinnunnar. „Við hefðum aldrei getað gert þetta sem við gerum nema af því að við eigum góða að sem hafa hjálpað okkur með börnin þegar við förum frá. Við höfum reynt að láta starfið koma sem minnst niður á þeim. Stundum tökum við strákana þó með okkur til Danmerkur og förum í smá frí. Við værum ekki að þessu nema af því að okkur þykir þetta skemmtilegt. Það er gaman að vakna á morgnana og hlakka til að fara í vinnuna. Þá er gaman að geta verið saman í þessu, farið saman í viðskiptaferðir og deila sama áhugamáli.“ v e r s l u n a r r e k s t u r Hjónin Laufey Stefánsdóttir og Hilmar Binder í Blend.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.