Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Síða 75

Frjáls verslun - 01.10.2007, Síða 75
Lífsstíll F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 75 Einar Páll Tamimi og synir hans, Alexander Freyr og Bergur Tareq. „Strákarnir og samvera með þeim er mér algert forgangsatriði.“ Einar Páll tamimi, framkvæmdastjóri Lögfræði- og regluvörslusviðs hjá Glitni, á tvo syni, Alexander Frey, 17 ára, og Berg tareq, sjö ára. „Strákarnir og samvera með þeim er mér algert forgangsatriði,“ segir Einar Páll sem er einstæður. Alexander Freyr er hjá honum aðra hverja helgi en Bergur tareq er hjá honum til helminga á móti móður sinni. „Áhugamál mín tengjast því sem strákarnir eru að gera og hafa áhuga á hverju sinni. Við ferðumst saman, spilum fótbolta, förum í keilu, bíó og þess háttar. Þó er hið hversdagslega kannski skemmtilegast. Eðli málsins samkvæmt eru þarfir drengjanna nokkuð mismunandi. Við Alexander Freyr snúumst dálítið í kringum þann yngri og látum hann plata okkur í alls konar leiki sem hann lætur sér detta í hug. Mín fyrsta doktorsgráða verður nær örugglega í Playmobil!“ Einar Páll segir að áherslurnar gagnvart eldri syninum, Alexander Frey, séu aðrar og endurspegli aldur hans. „Þátttaka mín í lífi hans felst meðal annars í að styðja hann í námi og vera honum innan handar. Ég reyni að hafa skoðanir á því sem hann gerir og ráða honum heilt eftir föngum. Við tölum saman um markmið hans og langanir. Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera pabbi, eins væmið og það kann að hljóma.“ Samverustundir með sonunum: mIKIll pABBI Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður viðskiptatengsla við erlenda banka hjá Glitni, fór á skíði í fyrsta skipti þegar hún var barn. Hún fór að stunda skíðaíþróttina af krafti á menntaskólaárunum á Akureyri. ,,Það var stutt að fara upp í fjall og því frábært að skreppa á skíði eftir skóla.“ Í dag fer Margrét mest á skíði fyrir norðan, bæði í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri og á Dalvík. Einnig fer fjölskyldan oft í skíða- og snjósleðaferðir um páska og þá er gaman að láta draga sig upp á fjöll í ótroðnar brekkur og renna sér niður, oft án þess að vita alveg hvað framundan er. Þá hefur hún farið í skíðaferðir til Ítalíu og Bandaríkjanna. „Skíðaíþróttin er sannkölluð fjölskylduíþrótt og okkur fannst frábært að fara með krakkana á skíði til Bandaríkjanna þar sem er mikil fjölskyldustemmning. Hins vegar er frábært að njóta þess að fá sér góðan mat eða heitan drykk á hinum mörgu fjallaveitingastöðum á Ítalíu og gott að slappa af á „apri ski“ stöðunum eftir góðan skíðadag. Það væri óskandi að hægt væri að fara oftar á skíði í nágrenni reykjavíkur, því að það er gott að komast í burtu frá daglegu amstri og ekki verra að þetta er líkamsrækt um leið. Þetta er skemmtileg útivera og á skíðum slaka ég vel á.“ Skíðamennska: á sKÍðUm sKEmmTI ég méR Hönnun: sTEnsT TÍmAns Tönn Danski hönnuðurinn Poul M. Volther, sem fæddist árið 1918 og lést árið 2001, hannaði stólinn Corona sem kom á markað árið 1964. Stóllinn er framleiddur hjá Erik Jörgensen og hefur aldeilis staðist tímans tönn. Hann er jafnnútímalegur í dag og á sjöunda áratugnum. Hér á landi fæst stóllinn í versluninni Epal og er hann til í ýmsum litum, bæði í leðri og með áklæði. Margrét Sveinsdóttir. „Það væri óskandi að hægt væri að fara oftar á skíði í nágrenni Reykjavíkur, því að það er gott að komast í burtu frá daglegu amstri og ekki verra að þetta er líkamsrækt um leið.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.