Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 17
--------------------------------------------------------------------
og væru það eðlileg málalok þeirrar óheillastefnu sem allar hinar vestrænu
stórþjóðir hafa fylgt í utanríkismálum síðustu árin. Rússar stefna mark-
vist að því að einangra Bandaríkin, og það væri ekki ónýtt fyrir þá að geta
látið Bretland og Frakkland verða fyrstu skotmörk Bandaríkjahers þegar
til úrslita átakanna kemur. Sá möguleiki virðist nú næstum vera fyrir hendi.
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ er stórlega lamað af ósamkomulagi
og stefnuleysi vestrænu stórveldanna. Frakkland hindrar að Vestur-Þýzka-
land fái inngöngu í bandalagið. Norðurlönd, önnur en ísland, neita því
um herstöðvar, og nú hefir Vestur-Þýzkaland tilkynnt, að það greiði ekki
kostnað af herjum Breta og Bandaríkjamanna í Þýzkalandi, þó þjóðverjar
bæðu um það sér til öryggis, að tiltekinn herafli þessara þjóða yrði þar a.
m. k. í fimmtíu ár. Og nú ætla Islendingar að segja upp sínum samning-
um og ganga úr bandalaginu. Svona er þetta á öllum sviðum: árekstrar,
misklíð og velsaldómur.
Mjög voru þau ummæli bandaríska utanríkisráðherrans athyglisverð,
sem hann viðhafði fyrir skömmu, að ennþá væri of snemmt að fara að ræða
um það að leggja Atlantshafsbandalagið niður! Það stendur þá ef til vill
til að gera það, svona bráðlega.
Svona halda hinar frjálsu þjóðir þá á spilum sínum. Þannig hefir sígið
meir og meir á ógæfuhliðina síðan í september 1955, og ekkert útlit
er á öðru en áframhaldandi fálmi og úrræðaleysi. En við hverju öðru
er að búast? Heiðið og innihaldslaust lýðræði er bæði veikasta og að ýmsu
leyti heimskulegasta stjórnarform sem hægt er að hugsa sér. Það er marg-
reynt áður í sögunni og hefir ávallt gefist illa. Nú er hið litla, kristilega
innihald, sem þetta stjórnarform fyrst hafði, er það kom til sögunnar, alveg
að hverfa og því fer nú sem fer.
KÝPURDEILAN.
Þegar niðurbrotið hófst 1913—1914 höfðu viðsjámar verið mestar og
ókyrrleikinn á Balkanskaganum, sérstaklega í Grikklandi. Og þetta er eins
nú. Kýpurdeilan, sem ekki er annað en einn þáttur í tilraunum Rússa til að
flæma Breta burt frá Miðjarðarhafinu, svo Arabalöndin verði þeim auð-
gleyptari bráð, er á yfirborðinu fyrst og fremst árekstur milli Breta og
Grikkja, til þess vakin að spilla öllu samstarfi við Balkanþjóðimar, sem þá
verða að leita skjóls hjá Rússum.
Kýpurdeilan er annars fyrir marga hluta sakir lærdómsrík, og sýnir vel
ýmsa þætti í átökum stórveldanna eins og í smásjá. Stefna Sovíetríkjanna er
sú að flæma Breta úr allri áhrifa aðstöðu við Miðjarðarhafsbotninn. Þetta
hófst með því að Rússar spiltu svo sambúð Júða þeirra, sem stofnuðu fsra-
elsríki 1948, og Breta, að þeir urðu að hverfa þaðan. Það gerði þó ekki svo
>___________________________________________________________________-
DAGRENNING 9