Dagrenning - 01.04.1956, Page 21

Dagrenning - 01.04.1956, Page 21
'----------------------------------------------------------------------------------> broti af hinum tvístraða ísrael og hugðist koma sér upp sem sterkustum og bezt búnum her, eins og allir herforingjar munu gera. Þá sendi Drottinn til hans aftur og lét segja við hann: „Gideon! Liðið er of margt, sem með þér er, til þess ég vilji gefa Midian í hendur þeirra; ella kynni ísrael að hrokast upp gegn mér og segja: „Mín eigin hönd hefir frelsað mig!“ Kalla þú nú í eyru fólksins og seg: Hver sá, sem hræddur er og hugdeigur, snúi við og fari aftur frá Gileað-fjalli. Þá sneru aftur tuttugu og tvær þúsundir af liðinu en tíu þúsundir urðu eftir.“ Þá sagði Drottinn við Gideon: Enn er liðið of margt; leið þú þá ofan til vatnsins og mun ég reyna þá þar fyrir þig. — Leiddi hann þá liðið niður til vatnsins og sagði við Gideon: Öllum þeim sem lepja vatnið með tungu sinni eins og hundar gjöra, skalt þú skipa sér, og sömuleiðis öllum þeim sem krjúpa á kné, til þess að drekka úr lófa sínum, er þeir færa upp að munni sér. Þeir, sem löptu vatnið, voru þrjúhundruð að tölu, en allt hitt fólkið kraup á kné og drakk úr lófa sínum. Þá sagði Drottinn við Gideon: „MEÐ ÞEIM ÞREM HUNDRUÐUM MANNS. SEM LAPIÐ HAFA. MUN ÉG FRELSA YÐUR OG GEFA MIDIAN í HENDUR ÞÍN- AR, en allt hitt liðið skal fara, hver heim til sín.“ Af öllum þeim skara sem gaf sig fram var aðeins einn af hverju hundraði hæfur liðsmaður í úrvals hersveit Drottins. Og nú skyldi þessi litla sveit, einir 300 menn, ráðast á herbúðir Midi- ans,1) sem ekki var árennilegt því lýsingin á þeim er svona: „En Midian- ítar, Amalekitar og allir austurbyggjar höfðu reist herbúðir á sléttunni, sem engisprettur að fjölda til, og úlfaldar þeirra voru óteljandi, sem sandur á sjávarströndu að fjölda til.“ Lokin urðu þau, að Gideon vann sigur á hinu mikla liði Midians og „austurbyggja", án nokkurs mannfalls og ísrael varð aftur frjáls. ★ Þessi saga er að mörgu leyti lærdómsrík fyrir oss nútímamenn, ekki síst þegar það er haft í huga, að Bandaríkjamenn, þeir sem eru af engil- saxneskum stofni, eru einmitt að mestu af Manasseættkvísl. en Englend- ingar af Efraimsættkvísl, og ágreiningu,rinn milli þeirra ættkvísla, er síðar getur í sögu Gideons, ekki ósvipaður þeim ágreiningi, sem nú á sér stað þeirra í milli. 1) MIDIAN er sama þjóðin og Midianítar og siðar Mediumenn. Þeir eru táknaðir sem bjam- dýr f táknspá Daníelsbókar. Arftakar þeirra og afkomendur eru Bússar sem einnlg nú á dögum hafa bjaradýr að þjóðartákni. ___________________________________________________________________________________- DAGRENNING 13

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.