Dagrenning - 01.04.1956, Side 30

Dagrenning - 01.04.1956, Side 30
samsærissamtök beita öllu afli sínu til að veikja og eyðileggja hinar kristnu þjóðir, þarf að vera vel á verði, ef ekki á ver að fara. Hinar vestrænu þjóðir liafa fundið þetta, og hafa nú þegar stofnað til sam- taka sem einmitt miða að því að varð- veita hina kristnu arfleifð sína. Þau sam- tök eru Atlantshafsbandalagið, enda líta hinar heiðnu þjóðir þau samtök óhýru auga. „Sameinuðu þjóðirnar" hyggjast gjöra allt án Guðs. Þær ætla sér að leysa öll vandamál mannlegs lífs með sérfræðing- um og höfðingjafundum án þess að hafa Guð ísraels — Jesú Krist, með sér í því verki. Hjá þeim er það hið mannlega, sem er grundvöllurinn, en allt sem byggt er á þeim grundvelli hrynur fyr en varir, hversu fagurt eða traust sem það sýnist í fyrstu. Af samstarfi þjóða getur margt gott leitt, en því mega kristnar þjóðir aldrei gleyma, að þær geta á ekkert treyst nema Drottinn sinn og frelsara, Jesú Krist, þegar í harðbakkann slær. Það er vestrænum mönnum lífsnauð- syn að gera sér þetta fyllilega ljóst, því að öðrum kosti er og verður öll þeirra bar- átta til einskis. Deyjandi stjórnarform. Demókratið eða lýðræðið er það stjórn- arform sem vestrænar þjóðir búa nú við. Sumir virðast halda að það skipulagsform sé til frambúðar og í orði er það prísað ákaflega á Vesturlöndum, og talið bera af öllum öðrum skipulagsformum. Þó er það svo, að það er aðeins eitt sem er eftir- sóknarvert við lýðræðið og það er per- sónufrelsið þ. e. a. s. einstaklingsfrelsið og einkafarmtakið. En persónufrelsið er takmarkað meira og meira í öllum lýð- ræðisríkjum með hverju árinu sem líður, og að einkaframtakinu er á hverju ári þrengt meira og meira. Þetta gera ekki aðeins hinir sósialisku og kommúnistisku flokkar, heldur einnig, og ekki síður, hinir svokölluðu borgaralegu lýðræðis- flokkar. Hinn almenni kosningarréttur, sem í lýðræðisþjóðfélögum er talinn vera tákn einstaklingsfrelsisins, er mjög víða aðeins sýndarréttur. Hann er að engu gerður með flokksræðinu, sem í öllum lýðræðis- löndum er nú vel á veg komið með að eyðileggja hið domókratiska skipulags- form. En þrátt fyrir allt tekur þetta ram- gallaða lýðræðiskerfi þó ennþá langt fram hinu austræna einræðisformi sem nú ryður sér svo mjög til rúms, að sósíal- istar Vesturlanda vilja taka það upp í staðinn fyrir demókratíið. Menn gæta þess ekki, að um leið og þjóðirnar af- kristnast missir hið demókratiska form innihald sitt, því allt sem gott er við það er frá Kristindóminum komið. Kristin- dóminum fylgir persónufrelsi, hugsana- frelsi, málfrelsi, sannleiksást, mannúð, bindindssemi, hófsemi, skydurækni, trú- mennska, umburðarlyndi og réttlæti. Leitið að þessurrí dyggðum í flokksræðis- þjóðfélögum nútímans og gerið ykkur grein fyrir hver áherzla er á þær lögð þar? Þær eru svo til allar horfnar. Aðeins innihaldslítil eftirlíking er ennþá til af persónufrelsi, hugsanafrels og málfrelsi — hitt er allt alveg horfið þegar raun- hæft er á málin litið, og öll blekking er fjarlægð. Hér ber enn að sama brunni og fyr, að það er afkristnunin, sem hnignuninni veldur. Ýmsir hugsandi menn sjá þetta, telja sér trú um að hægt sé að endurbæta lýð- 22 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.