Dagrenning - 01.04.1956, Síða 31

Dagrenning - 01.04.1956, Síða 31
ræðið svo að það fái staðist til frambúðar. En því miður er það ekki hægt. Lýðræðið er stjórnarform sem hverfur úr sögunni áður en langt um líður. Lokasóknin á hendur því er nú hafin. Það brotnar nið- ur innanfrá vegna vaxandi flokksræðis, og utan frá vegna ásóknar hins austræna skipulagsforms-kommúnismans. Hvað tekur þá við? Á Vesturlöndum mun nýtt skipulags- form smátt og smátt taka við af lýðræð- inu. Það skipulagsform verður þeó- kratíið. Þeir sem kynna sér Biblíuna þurfa ekki lengi að leita, þar til þeir sjá að þar er ísraelsþjóðinni fyrirskipað sérstakt stjórnarform. Þetta stjórnarform hefir verið nefnt þeókratí (Theocracy). Það stjómarskipulag er ekki til með neinni þjóð á vorum dögum og hefir ekki svo vitað sé verið framkvæmt til fulls neins- staðar. Meginkjami þeókratísins er sá, að æðri öllum mannlegum lögum séu lög- mál Guðs, sem hvorki einstaklingar né þjóðir megi brjóta, án þess fulkomin tortíming hljótist af, nema fljótlega sé snúið frá villunni. Þessum lögmálum geta menn ekki breytt fremur en gangi himintungla — enginn getur breytt þeim, nema Guð einn. Þess vegna verður að halda þau og öll mannleg löggjöf og stjóm verður að vera innan þeirra marka, sem þau setja, því að öðrum kosti líða þjóðirnar undir lok. Sú þjóð, sem fyrst á að taka upp þeokratí er ísraelsþjóðin, og öll helztu fyrirmæli um skipulagshætti, ríkisstjórn, löggjöf, dómsvald og framkvæmdarvald er að finna í Gamla Testamenntinu, sem er ekki síður „Guðs Orð“ — þ. e. lög Guðs — en Nýja Testamentið, en í hinu síð- arnefnda er að finna „uppfyllingu lög- málsins“, þ. e. hið nýja, kristilega inni- hald hinna eldri lagaboða. Hið þeókratiska stjórnarform. I þeokratísku ríki verður ríkisstjórn, þing, dómarar, þjóðhöfðingi, sveitar- stjórnir, fjárhagskrefi, skattar, skólar, trú- arbrögð og yfir höfuð flest hið sama og vér þekkjum frá þjóðskipulagi vorra tíma. Munurinn verður aðeins sá, að vald allra verður takmarkað af hinni guð- legu löggjöf, sem á að vera öllum heilög. Hér yrði of langt mál að ræða þessa skipan í einstökum atriðum, en á það skal t. d. bent, að í þeókratísku þjóð- félagi mun enginn geta átt kosningar- rétt nema hann sé kristinnar trúar. Þar mun einnig verða óheimilt að taka af nokkrum manni hærri skatta en tíund af tekjum hans og eignum. Þar verður lygari ekki talinn hæfur til að sitja í opinberri stöðu og sá sem svíkur fé eða eignir út úr öðrum missir mannréttindi sín. Konur verða þar jafnréttháar karl- mönnum til starfa og embætta. Þar munu hvorki félög né einstaklingar fá tækifæri til að níðast á öðrum í við- skiptum eða á annan hátt. Hver maður mun eiga sitt hús, sem þjóðfélagið hjálpar honum til að eign- ast, en fari hann óvarlega með eignir sínar getur hann við það misst hin al- mennu mannréttindi sín um tíma. Krist- in þjóð hefir „sáttmála við Guð.“ Sá sáttmáli er fyrst og fremst hin tíu boðorð Móselaga eins og þau voru túlkuð af Kristi og postulum hans. Það verður grundvöllur hins þeókratiska þjóðskipu- lags. En auk þeirra verða margar aðrar reglur og lög, sem Guð býður að halda, í heiðri höfð. DAGRENNING 23

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.