Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 44

Dagrenning - 01.04.1956, Qupperneq 44
Móri við skutinn á bátnum. Myndin er stækkuð út úr myndinni á bls. 37. þeir voru gagnkunnugir. Hefir þessi svartfuglsvilla verið höfð að háði um sveitina. Oft hefir hann og gert aldrað fólk andvaka með undarlegum skarkala, rennt sér t. d. á rassinum alla guðslanga nóttina niður baðstofuþekjuna. Eða þá dumpað við og við tvö högg á bæjarþilið. Gamla fólkið veit þá, hver er á ferðinni. Þegar ég var strákur, sást Móri oft, og var honum kennt um flest það, sem fór aflaga með óeðlilegum eða óvenjulegum hætti. Sögukorn þetta hefi ég að mestu skráð eftir sögn móðurföður míns, Guðmundar Ólasonar, Ólasonar, sem draugurinn var sendur. Nam hann söguna um viðureign Óla og Móra af Jóni Helgasyni, sem getið er um hér að framan. En Óli sjálfur sagði Jóni. III. Myndin af Móra. Hér skal ekki reynt að leggja neinn dóm á sannleiksgildi þessarar sögu eða tilveru þessa Móra yfirleitt, frekar en annarra af slíku tagi. Þó hefir sá er þetta ritar talað við aldraða konu, sannorða og greinargóða, sem nú er búsett í Reykja- vík, en er fædd og upp alin í Árneshreppi á Ströndum, sem segist hafa séð veru þessa, þegar hún var ung stúlka í for- eldra húsum. Sagðist hún í fyrstu ekki hafa áttað sig á því, hver þarna var á ferð, og haldið það vera ókunnan ungling, en þegar hann sinnti ekki ávarpi hennar, og hún áttaði sig á því að þetta vra Móri, varð hún hrædd mjög og forðaði sér til fólks, eins og fætur toguðu. ★ En nú víkur sögunni til ársins 1934. Það ár var byggð síldarverksmiðjan á Djúpuvík við Reykjarfjörð. Helgi Eyj- jólfsson múrarameistari í Reykjavík hafði yfirstjórn á því verki, og hafði hann þar við störf margt aðkomumanna úr Reykja- vík, auk karla og kvenna úr nágrenninu. Meðal Reykvíkinganna sem þarna voru að störfum var ungur trésmiður, Halldór Guðmundsson að nafni, nú trésmíða- meistari í Keflavík. Halldór hafði með sér myndavél og tók margar myndir þar nyrðra, og er ein þeirra mynd sú, sem hér er á bls. 37. Ég hefi átt tal við Halldór um mynd þessa, sem Helgi Eyjólfsson upphaflega gaf mér, og fengið leyfi hans til að birta hana og segja í aðaldráttum sögu hennar. Sumarið 1936 var það eitt sinn að Halldór fór ásamt fleira fólki að bæ einum þar í nágrenninu og gisti þar. Hann tók í þeirri ferð margar myndir, og til þess var sérstaklega mælst, að hann 36 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.