Dagrenning - 01.04.1956, Page 46

Dagrenning - 01.04.1956, Page 46
skoðun að manns myndin við skutinn á bátnum sé Seljaness-Móri, og er ýmis- legt sem bendir til þess að sú tilgáta sé rétt. ★ Ekki veit ég þess nein dæmi, að fyrr hafi náðst mynd af „móra“ hélendis né annarsstaðar. Þess eru allmörg dæmi, að myndir hafa náðzt af framliðnu fólki, sem sumt hvert hefir þekkst á myndunum, en að náðst hafi mynd af héraðsfrægum draug, sem í hundrað ár hefir fylgt sömu ætt- inni, og margir séð eða orðið varir við, mun algert einsdæmi, og fyrir því á mynd þessi fullan rétt á því að verða birt, og sú saga sem henni fylgir að verða almenningi kunn. Hverjum og einum er að sjálfsögðu heimilt að hafa hvern þann trúnað á þessu fyrirbæri sem honum sýnist. Hið óhrekjanlega er þetta: að myndin er til og á henni greinileg mannsmynd sem þar átti ekki að vera, og að myndin var tekin af manni, sem þá var altalað að Seljalands-Móri væri mjög fylgispakur. Hér skiptir engu máli hvort mönn- um líkar þetta betur eða verr frá trúar- legu eða vísindalegu sjónarmiði, sann- leikurinn einn er hér, eins og endranær, það sem máli skiftir. ★ Myndin sem ég upphaflega eignaðist af Móra var smámynd, 6x9 cm, en Vig- fús Sigurgeirsson ljósmyndari stækkaði myndina fyrir mig, og varð hún við það miklu skýrari. Sjálfa filmuna hefir mér ekki tekist að ná í ennþá. ★ Nú munu sjálfsagt einhverjir segja: Hvers vegna er maðurinn að birta svona myndir? Hvað er unnið við það, að vera að vekja upp hina fornu draugatrú, sem nú er að deyja út? eða eitthvað annað þessu líkt. Því svara ég á þessa leið: Hversvegna á að þegja um þennan sannleika? Hvers vegna á að blekkja fólk með því að segja því, að engar svona verur séu til, ef það er ósatt? Ef menn vita ekki af því að þessar illu verur eru til og eru umhverfis þá, eða ber að garði hjá þeim við og við, er þá nokkur von til j^ess að menn geri nauðsynlegar ráð- stafanir til að varast þær? Höfundur þessarar greinar er þeirrar skoðunar, að það sé ekki aðeins heimsku- legt, heldur blátt áfram stór hættulegt, að gera sér jiess ekki fulla grein, að um- hverfis menn eru ósýnilegar verur, sem sumar hverjar, a. m. k., hafa þann til- gang með nærveru sinni að gera fólki illt, og því betur ná þær þessum illa til- gangi sem menn eru óvarari um sig. Það er engin ný uppgötvun, sem hér hefir verið gerð. Trúarbrögð okkar segja beinlínis, að þessar verur séu til og hafi mikil áhrif á líf mannanna. Þannig seg- ir t. d. Páll postuli, að baráttan sé ekki við hold og blóð, „heldur við andaverur vonskunnar í himingeimnum." Sjálfur Frelsarinn efaðist ekki um tilvist þess- ara „andavera", sem hann kallaði „óhreina anda“. Mörg hans merkileg- ustu kraftaverk voru að „reka þá út“ af mönnum. Á síðari tímum hafa menn og með ýmsum hætti komist í kynni við verur þessar, s. s. á miðilsfundum, og áreiðan- lega eru margar þær verur, sem þar koma fram, og segjast vera andar framliðinna manna, ekki annað en lygaandar, því oft 38 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.